Gunnar Birgisson og Tómas Steindórsson voru gestir þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur til Katar en hann skrifaði undir hjá Al Gharafa. Hann lék með Þór seinni hluta leiktíðar í Lengjudeildinni hér heima í sumar.
„Þýðir þetta endurkoma í landsliðið?“ spurði Helgi í þættinum.
„Ég er ekkert allt of viss um það. Það eru bara 2-3 vikur í næsta landsleikjaglugga þannig við erum kannski frekar að horfa í mars,“ sagði Hrafnkell.
Gunnar tók til máls. „Svo er þetta alltaf spurning um hvern þú ætlar að taka út. Eins og miðjan hefur verið í undanförnum leikjum, Aron er ekkert að verða yngri,“ sagði hann og tók Tómas undir.
„Það er gæi sem spilar með Ajax sem kemst ekki í liðið.“
Umræðan í heild er í spilaranum.