fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Stórleikkonan Maggie Smith er látin

Fókus
Föstudaginn 27. september 2024 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan lafði Maggie Smith er látin 89 ára að aldri. Leikkonan hafði rækilega skráð sig í sögubækurnar og telst goðsögn í bresku leikstéttinni. Hún er hvað frægust fyrir leik sinn í Harry Potter kvikmyndunum þar sem hún fór með hlutverk prófessorsins Minerva McGonagall og svo fyrir hlutverk sitt í búningadramanum Downton Abby.

Hún átti langan og farsælan feril að baki og vann til Óskarsverðlaunanna tvisvar, annars vegar fyrir myndina The Prime of Miss Jean Brodie árið 1970 og hins vegar fyrir California Suite árið 1979. Hún vann til Bafta-verðlaunanna átta sinnum, en verðlaunin og tilnefningarnar sem hún hlaut um ævina eru of mörg til að telja.

Synir hennar tilkynntu andlát hennar í dag: „Hún lést friðsamlega á sjúkrahúsi snemma í morgun, föstudaginn 27. september. Hún virti friðhelgi einkalífs síns mikið, en var umkringd vinum og fjölskyldu þegar hún kvaddi. Hún lætur eftir sit tvo syni og fimm barnabörn sem elskuðu hana heitt og eru miður sín að hafa nú misst dásamlega móður og ömmu. Við viljum nýta tækifærið og þakka starfsfólkinu á Chelsea og Westminister sjúkrahúsinu fyrir umönnun og góðmennsku þessa síðustu daga. Við þökkum allar samúðarkveðjur og stuðning en biðjum þess að þið virðið friðhelgi okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger