fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fréttir

Segir tilkynningu lögreglu fordæmalausa og stórfurðulega – „Það getur varla talist lögreglu sæmandi að tjá sig með þessum hætti“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. september 2024 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir stöðufærsla lögreglunnar á Norðurlandi eystra, þar sem tilkynnt var um niðurfellingu rannsóknar í svokölluðu símastulds- og byrlunarmáli, sé stórfurðuleg og fordæmalaus. Þar reki lögreglan með ítarlegum hætti rannsókn málsins og lýsir afstöðu sinni til sakargifta, en slíkt geti ekki talist sæmandi tjáning fyrir lögreglu.

Hún skrifar í Facebook-færslu:

„Ef vinnubrögð lögreglunnar í þessu máli hefðu verið á þann veg að ásættanlegt mætti telja í réttarríki á borð við Ísland, hefðu blaðamenn í fyrsta lagi aldrei verið kallaðir til yfirheyrslu eða fengið stöðu sakbornings, í öðru lagi hefði rannsókn þess aldrei tekið þrjú og hálft ár og í þriðja lagi hefði lögreglan ekki birt ítarlega stöðufærslu á samfélagsmiðlinum Facebook vegna ákvörðunar sinnar um að fella niður rannsókn málsins. Sú ákvörðun er í besta falli stórfurðuleg og í raun fordæmalaus. Lögreglan fer þar með ítarlegum hætti í gegnum atriði í rannsókn málsins og telur ástæðu til þess að lýsa afstöðu sinni til sakarefnis sakborninga hvað varðar einkagögn sem fréttir voru birtar upp úr: „Þar er afstaða Lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra að allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem getur flokkast undir brot á framangreindum ákvæðum.“ Það getur varla talist lögreglu sæmandi að tjá sig með þessum hætti – eftir að órökstudd, óþörf og tilgangslaus rannsókn hennar á blaðamönnum leiðir í ljós að ekki er tilefni til þess að halda henni áfram – en það er svo sem í takt við allt annað sem lögreglan hefur aðhafst í þessu máli.“

Sigríður rekur að blaðamennirnir í máli þessu hafi þurft að standa undir alvarlegum ásökunum og jafnvel ærumeiðingum sökum rannsóknarinnar. Þó hafi ekkert í málatilbúnaði lögreglu gefið tilefni til þess að draga blaðamenn inn í málið. Blaðamenn njóti sérstakrar verndar í störfum sínum og í lögum eru gerðar undanþágur hvað varða blaðamennsku svo sem um notkun einkagagna í þágu almannahagsmuna. Auk þess minnir Sigríður á að ekkert var rangt við fréttirnar sem blaðamenn unnu upp úr gögnunum sem þeir fengu um svokallaða Skæruliðadeild Samherja. Þvert á móti  hafi Samherji beðist afsökunar á framferði þessarar meintu skrímsladeildar sinnar.

Líkt og áður hefur komið fram tilkynnti lögregla um niðurfellingu rannsóknarinnar í hádeginu í gær með rúmlega þúsund orða stöðufærslu. Svo ítarleg tilkynning þykir afar óvenjuleg. Skömmu eftir að færslan birtist slökkti lögreglan á Norðurlandi eystra á athugasemdum við færsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn leggja í íbúagötum eftir að byrjað var að rukka við Hallgrímskirkju – Sofa í bílum og gera þarfir sínar utandyra

Ferðamenn leggja í íbúagötum eftir að byrjað var að rukka við Hallgrímskirkju – Sofa í bílum og gera þarfir sínar utandyra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginkona Páls segir Arnar og Þóru hafa tekið við síma hans

Fyrrverandi eiginkona Páls segir Arnar og Þóru hafa tekið við síma hans