fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Jörðin fær annað tungl í haust

Pressan
Föstudaginn 27. september 2024 06:30

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í takmarkaðan tíma í haust þá mun jörðin fá annað tungl. Það er aðdráttarafl jarðarinnar sem mun toga loftstein, sem er á stærð við strætisvagn, til sín og mun hann verða á braut um jörðina í um tvo mánuði og verða einhverskonar „míní-tungl“.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta sé niðurstaða nýrrar rannsóknar. Þetta nýja tungl verður á braut um jörðina frá 29. september til 25. nóvember en þá snýr það aftur til heimkynna sinna sem eru í loftsteinabelti sem er á braut um sólina.

Carlos de la Fuente Marcos, prófessor við Universidad Complutense de Madrid og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Space.com að loftsteinninn komi frá Arjuna loftsteinabeltinu.

Hann sagði sumir af loftsteinunum í Arjuna loftsteinabeltinu geti farið ansi nálægt jörðinni eða í um 4,5 km fjarlægð. Þessir loftsteinar fara einnig frekar hægt miðað við loftsteina eða á um 3.500 km/klst og því hefur aðdráttarafl jarðarinnar meiri áhrif á þá en aðra loftsteina.

Þetta er ástæðan fyrir að loftsteinninn verður „gestatungl“ á braut um jörðina í um tvo mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við