Fyrirtækið Bee Huggah var fengið til að fjarlægja býflugurnar sem voru með bú á milli þilja í vegg í húsinu og höfðu líklega verið þar síðustu 80 árin að sögn húsráðanda. WMTW skýrir frá þessu.
Fjölskyldan vildi ekki láta drepa býflugurnar og því var Bee Huggah fengið til verksins. Þeim var komið fyrir í nýjum búum utan við húsið og eru þær nú að venjast nýjum heimkynnum að sögn talsmanns fyrirtækisins.
Fjölskyldan hyggst hafa býflugurnar í nýju búunum um hríð en síðan verða þær fluttar á nýjan stað á landareigninni.