Breska rokkhljómsveitin Oasis hefur bætt við tónleikum víða um heim. Slegist var um miða á tónleika sveitarinnar í Bretlandi.
Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að Gallagher bræðurnir, Noel og Liam, eru sameinaðir á ný og munu halda í tónleikaferðalag á næsta ári, í fyrsta sinn í fimmtán ár. Endurkoman hefur vakið gríðarlega athygli og eftirvæntingu.
Þegar höfðu Oasis tilkynnt um tónleikaferðalag um Bretlandseyjar. Það er tónleika í London, Manchester, Cardiff, Edinborg og Dublin. Nokkra á hverjum stað og seldust þeir svo hratt að bæta þurfti dagsetningum við. Var haldið eins konar „lotterí“ til að komast í forsölu og færri komust að en vildu.
Nú hafa Oasis útfært tónlekaferðalagið. Það er um Norður Ameríku, Suður Ameríku, Eyjálfu og Asíu.
Þegar er búð að staðfesta tónleikadagsetningar í Norður Ameríku á næsta ári. Eru þær eftirfarandi:
Þá er gert ráð fyrir að hægt sé að bæta við aukatónleikum á öllum þessum stöðum.
Aðrar borgir þar sem gert er ráð fyrir að Oasis leiki á næsta ári eru Seoul í Suður Kóreu, Tokyo í Japan, Melbourne og Sydney í Ástralíu, Sao Paulo í Brasilíu, Santiago í Síle og Buenos Aires í Argentínu.