fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fókus

Segja hana hafa gefið skít í reglu Kim Kardashian varðandi börnin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. september 2024 12:36

Kim Kardashian, Bianca Censori og Kanye West.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski arkitektinn Bianca Censori, sem er hvað þekktust fyrir að vera eiginkona Kanye West, hefur lengi vakið athygli fyrir klæðaval sitt.

Hún er venjulega buxnalaus og lítið klædd. Stundum bara í sokkabuxum og topp. Upp á síðkastið hefur hún verið í þunnum gegnsæjum bolum og í engu undir. Klæðnaður hjónanna hefur fylgt því mynstri að Bianca er oftast nær nakin og Kanye kappklæddur.

Sjá einnig: Bianca Censori gekk skrefinu lengra og er hætt að hylja geirvörturnar

Þetta hefur hneykslað marga, sem hafa þó venjulega getað huggað sig við að Bianca klæðir sig ekki svona fyrir framan börn Kanye, allavega ekki þegar þau eru á útopnu.

Kanye á fjögur börn með raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian. Heimildir fjölmiðla vestanhafs herma að hún hafi sett Kanye reglur um klæðaburð eiginkonu hans.

„Kim sagði Kanye að hann ætti aldrei að leyfa Biöncu að klæða sig svona fyrir framan börnin,“ sagði heimildarmaður Daily Mail í janúar. „Hún er í alvöru mjög hissa að Kanye hleypi eiginkonu sinni út úr húsi svona klæddri.“

Djarfur klæðaburður

Hingað til hefur Bianca verið vön að hylja sig, meira en venjulega, þegar hún ver tíma með börnunum hans.

Sjá einnig: Venjulega buxnalaus en ekki alltaf – Svona klæðir hún sig fyrir framan dóttur Kanye West

En hún virðist hafa virt reglu Kim Kardashian að vettugi þegar hún fór að versla með börnum Kanye í Tókíó í Japan.

Fjölskyldan er á ferðalagi en Kanye var á dögunum með tónleika í Haikou í Kína.

Finnur til með Biöncu

Ekki er vitað hvernig Kim brást við fréttunum af djörfu klæðavali Biöncu en greint var frá því í ágúst að raunveruleikastjarnan finnur til með eiginkonu rapparans.

Sjá einnig: Kim Kardashian finnur til með Biöncu Censori

„Hún veit hversu stjórnsamur hann er og hversu erfitt það er að losna undan honum þegar hann hefur náð þér á hans band,“ sagði heimildarmaður Closer og bætti við að Kardashian „vorkenni“ Censori þar sem hún er „strengjabrúða hans og hann neyðir hana að klæðast mjög djörfum fötum á almannafæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Björn Ingi með hlutverk í stórmynd Marvel

Björn Ingi með hlutverk í stórmynd Marvel
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“

Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?