Chris Evans kastaði upp þegar hann prófaði nýjan Audi – Top Gear hefur göngu sína á ný í maí
Fyrsta stiklan af nýja Top Gear, bílaþættinum vinsæla, var birt í dag. Nýir stjórnendur hafa nú tekið við þættinum og mun hann hefja göngu sína á ný 22. maí, næstkomandi.
Þátturinn, sem framleiddur er af BBC, hefur verið einn allra vinsælasti sjónvarpsþáttur veraldar um árabil. Óljóst var um framtíð þáttanna eftir að einn af upprunalegu stjórnanda hans, Jeremy Clarkson, var sagt upp á síðasta ári fyrir að ráðast á annan starfsmann. Í kjölfarið sögðu meðstjórnendur hans, James May og Richard Hammond, upp og leit hófst að nýjum stjórnendum.
Að lokum voru þeir Chris Evans og Matt LeBlanc, best þekktur sem Joey í Friends, ráðnir sem nýir stjórnendur Top Gear. Auk þeirra verða svo þau Rory Reid, Sabine Schmitz, Chris Harris og Eddie Jordan einnig í þáttunum. Stiklan, sem sjá má hér að neðan, er um ein mínúta löng og þar má sjá þá félaga prófa hinar ýmsu bifreiðar, líkt og þekkist í þáttunum.
Þar má meðal annars sjá Chris Evans kasta upp eftir að hann og Sabine Schmitz prófuðu nýjan Audi R8.