Unglingsdrengurinn sem grunaður er um að stinga þrjú ungmenni á menningarnótt með þeim afleiðingum að eitt þeirra, Bryndís Birgisdóttir lést hefur verið úrskurðaður af Héraðsdómi Reykjavíkur í áframhaldandi gæsluvarðhald, á grundvelli almannahagsmuna, fram til 22. október næstkomandi.
Drengurinn sem er 16 ára gamall er vistaður í sérstöku rými í fangelsinu á Hólmsheiði vegna aldurs og einnig til að gæta að öryggi hans.