fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Fundu 30 rotnandi lík í báti

Pressan
Fimmtudaginn 26. september 2024 06:30

Flóttafólk á Miðjarðarhafi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 30 rotnandi lík fundust í bát, sem var á reki um 70 kílómetra undan strönd Senegal. Senegalski herinn skýrði frá þessu á mánudaginn og sagði að tilkynnt hafi verið um bátinn á sunnudaginn og hafi herskip þá strax verið sent að honum.

Rannsókn er hafin á bátnum og líkunum og mun hún væntanlega veita nánari upplýsingar um fjölda látinna og hvaðan báturinn er.

Líkin eru svo rotin að erfitt er að bera kennsl á þau að sögn yfirvalda. Ekki er vitað hversu lengi báturinn var á reki.

Talið er að fólkið hafi verið á leið frá vestanverðri Afríku til Kanaríeyja en þetta er vel þekkt leið fyrir förufólk sem vill komast til Spánar. En þetta er ein hættulegast leiðin sem förufólk fer.

Á fyrstu fimm mánuðum ársins létust um 5.000 manns við að reyna að komast þessa leið til Kanaríeyja. Það svarar til þess að 33 hafi látist á degi hverjum.

Á síðasta ári létust 6.618 við að reyna að komast þessa leið og er dánartalan á þessu ári nú að ná þessari tölu.

Rúmlega 22.000 hafa komist þessa leið til Kanaríeyja á þessu ári. Það eru rúmlega tvöfalt fleiri en á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við