fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Fréttir

Evrópskir vinir Pútíns – Kínverjar geta líka treyst á þá

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. september 2024 07:00

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta vor birtist lögreglan skyndilega í Röthenbachstrasse í Dresden og handtók aðstoðarmann Maximilian Krah, sem var þá þingmaður hins hægrisinnaða flokks Alternativ für Deutschland (AfD) á Evrópuþinginu.  Aðstoðarmaðurinn var sakaður um njósnir fyrir Kína.

Þessi tengsl aðstoðarmannsins, sem gekk óhindrað um ganga Evrópuþingsins í Brussel og Strassborg, var ekki eina daður Krah eða AfD við kínversku kommúnistastjórnina.

Krah, sem var síðar rekin úr AfD, hefur verið ákafur talsmaður þess að Evrópa eigi að eiga í góðu sambandi við Kína. Hann hefur margoft komið fram í kínverskum ríkisfjölmiðlum, hefur sagt skýrslur um kúgun á úígúrum í Xinjang vera áróður einan og segir meira Kína-gagnrýna stefnu vera merki um nýnýlendustefnu.

AfD hefur áður verið tengt við Kreml og sagt vera hluti af netverki Pútíns í Evrópu en flokkurinn hefur einnig átt í nánum tengslum við kommúnistastjórnina í Peking eftir því sem segir í greiningu Friedrich Naumann Foundation hugveitunnar. Í greiningunni, sem heitir „From the Fringes to the forefront: How Extreme Parties in the European Parliament Can Shape EU-China Relations“, er skoðað hvernig evrópskir öfgahópar, bæði á vinstri- og hægri-vængnum, bera sig að í sambandi við Kína.

Sérfræðingar, sem Jótlandspósturinn ræddi við, bentu á að athyglin hafi beinst að tilraunum Rússa til að hafa áhrif á Vestræn stjórnmál en á sama tíma beri Kínverjar sig mun fágaðri að og hafi að mestu tekist að forðast að athyglin beindist að þeim.

„Kínverjar stunda allt frá beinhörðum njósnum til mjúkra áhrifa, sem meðal annars snúast um að vera í sambandi við stjórnmálamenn, sem virka sem gagnlegir bjánar þegar þeir tala í kínversku ríkissjónvarpi. Þeir gera það sama og Rússar, en þeir eru ríkari og fleiri,“ sagði Jonas Parello-Plesner, forstjóri Alliance of Democracies Foundation og sérfræðingur í kínverskum málefnum.

Hann benti á að Rússar reyni opinskátt að valda ringulreið og sá efasemdum meðal almennings, yfirvalda og opinberra stofnana en Kínverjar fari aðra leið. „Þeir reyna að drepa gagnrýna umræðu um Kína,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu
Fréttir
Í gær

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dýraspítali týndi hundshræi sem átti að fara í brennslu og askan í ker – „Það er ótrúlegt að svona alvarleg mistök geti átt sér stað“

Dýraspítali týndi hundshræi sem átti að fara í brennslu og askan í ker – „Það er ótrúlegt að svona alvarleg mistök geti átt sér stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg skipað að breyta götuheiti vegna öryggishagsmuna

Reykjavíkurborg skipað að breyta götuheiti vegna öryggishagsmuna