Norski miðillinn Børsen segir að á fjárhagssviðinu hafi síðasta ár verið gott fyrir Hagen en þá jókst auður hans um 300 milljónir norskra króna.
Þessar 300 milljónir tryggðu honum 152. sætið á listanum yfir 400 ríkustu Norðmennina.
Það var eignarhlutur Hagen í raforkufyrirtækinu Elkraft sem stóð undir megninu af þeim 300 milljónum sem bættust við auð hans á síðasta ári.
Frá því að eginkona hans hvarf hefur auður hans aukist um 1,3 milljarða norskra króna en það svarar til um 16 milljarða íslenskra króna.
Í heildina er auður hans talinn vera sem svarar til um 37 milljarða íslenskra króna.