fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Vilhjálmur lagði fram kæru á Sólon þremur dögum eftir andlát hans

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 25. september 2024 17:43

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson / Sólon Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, lagði fram kæru um nauðgun fyrir hönd skjólstæðing síns á hendur Sóloni Guðmundssyni, flugmanni, vitandi það að Sólon væri þegar látinn. Þetta kemur fram í gögnum sem DV hefur undir höndum.

Mikil umræða hefur blossað upp um mál Sólons í kjölfar þess að fjölskylda hans opnaði á mál hans í fjölmiðlum. Sólon tók eigið líf eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan Icelandair og hann hrakinn frá fyrirtækinu í kjölfarið. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum ósvarað í málinu og telja þau að miklar brotalamir hafi verið á meðferð málsins innan Icelandair.

Heldur fjölskyldan því fram að Sólon hafi verið lagður í einelti af tveimur samstarfskonum vegna sambands við aðra þeirra og í kjölfarið hafi honum verið sagt upp störfum. Hann hafi engar upplýsingar fengið um meint brot sín og það hafi fjölskyldan ekki heldur fengið. Óskuðu þau því eftir lögreglurannsókn færi fram á andláti hans.

Kæran barst þremur dögum eftir andlát Sólons

Í kjölfar umfjöllunarinnar steig Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, fram með yfirlýsingu og sagði eina konu hafa kært Sólon fyrir nauðgun og fjórar aðrar sakað hann um líkamlegt eða andlegt ofbeldi.

Sagði í yfirlýsingunni að hið meinta nauðgunarbrot hafi átt sér stað í lok júlí á þessu ári og hafi konan í beinu framhaldi leitað til sálfræðings sem sendi hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

„Kon­an hafi svo upp­lýst Icelanda­ir um hið meinta brot um miðjan ág­úst og stuttu síðar lagt fram kæru hjá lög­reglu,“ eins og sagði í yfirlýsingu Vilhjálms.

Ekki er þó tiltekið að kæran barst ekki fyrr en 28. ágúst en þremur dögum fyrr, þann 25. ágúst, fannst Sólon látinn.

Fjölskylda Sólons leitaði til Vilhjálms

DV hefur undir höndum samskipti milli fjölskyldu Sólons og Vilhjálms þar sem að þau leita eftir lögfræðiaðstoð hans vegna málsins. Fyrsti tölvupósturinn er sendur þann 27. ágúst kl.18.20.

„Ástæðan fyrir því að við leitum til þín er að sonur okkur heitinn flaug með þig eitt árið til Vestmannaeyja og talaði vel um þig. Sonur okkar fékk ranglega meðferð á sínum vinnustað og óskum við eftir lögfræðilegri aðstoð til að hreinsa hans mannorð,“ segir meðal annars í póstinum en í honum er Sólon ekki nefndur á nafn.

Vilhjálmur svaraði síðar um kvöldið og bað um nánari upplýsingar um málið og fékk sendan stuttan úrdrátt um hvað málið snerist, og þar með nafn Sólons, daginn eftir eða nánar tiltekið þann 28. ágúst kl.08.53.

Vilhjálmur svaraði fjölskyldunni kl. 10.48 þennan sama morgun og sagðist ekki geta tekið að sér málið vegna hagsmunaárekstra en stuttu síðar sama dag, eða kl.13.22, lagði hann fram kæru fyrir hönd skjólstæðings síns gegn Sóloni hjá lögreglu, vitandi að hann væri látinn.

Fengu upplýsingar um enga kæru

Eins og DV greindi frá á mánudaginn þá óskaði fjölskylda Sólons eftir upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þann 2. september, um hvort að kæra hefði borist gegn syni þeirra. Fengu þau eftirfarandi svar frá lögmanni embættisins:

„Ég get staðfest það að Sólon hefur ekki hlotið dóm. Ég get einnig staðfest það að það var og er ekki til rannsóknar sakamál þar sem Sólon var aðili að.“

Foreldrarnir ítrekuðu beiðni sína um hvort kæra hafi verið lögð fram á hendur Sóloni. Og fengu aftur sams konar svar frá starfsmanni embættisins: „Það var og er ekki til rannsóknar sakamál þar sem Sólon var aðili að. Það hefur ekki borist nein kæra eða kvörtun á hendur Sóloni til lögreglu.“

Hvort að skýringin sé sú að kærur á hendur látnum einstaklingum skráist ekki í kerfið skal ósagt látið á þessari stundu. DV hefur óskað eftir upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um hvað verði um kærur gegn látnum einstaklingum, til dæmis hvort að þær séu skráðar með einhverjum hætti. Svör höfðu ekki borist áður en fréttin var birt en fréttin verður uppfærð með þeim svörum síðar.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu