fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ferðamenn leggja í íbúagötum eftir að byrjað var að rukka við Hallgrímskirkju – Sofa í bílum og gera þarfir sínar utandyra

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 25. september 2024 14:00

Ferðamenn eru farnir að leggja bílum sínum og jafn vel sofa í þröngum götum miðbæjarins við litla hrifningu íbúa. Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að byrjað var að rukka í bílastæði við Hallgrímskirkju hefur það aukist að ferðamenn leggi bílum í nærliggjandi götum. Jafn vel sofa þar í bílum sínum. Íbúar eru orðnir þreyttir á þrengslunum og raskinu.

Umræða um þetta hefur skapast á samfélagsmiðlum. Segist einn íbúi í nágrenni Hallgrímskirkju nú aldrei lengur finna stæði nálægt heimili sínu.

„Ferðamenn velja það í auknum mæli að leggja í þröngu götunum okkar til þess að spara klink, bílaleigubílar og jafn vel fólk sem sefur í litlum camper bílum. Þetta gerir líf okkar sem búum hérna erfitt, svo sem við að versla, færa húsgögn og fleira. Ef þú hefur efni á að koma í ferðalag hingað þá hlýtur þú að hafa efni á því að leggja bílaleigubílnum þínum í þau bílastæði sem eru ætluð fyrir ferðamenn,“ segir einn maður sem er orðinn þreyttur á þrengslunum.

Ganga örna sinn utandyra

Eins og sjá má á meðfylgjandi korti þá er mjög misdýrt að leggja í miðbænum. Á rauðmerktum svæðum kostar klukkutíminn 600 krónur. En 220 krónur á bláum, grænum og appelsínugulum svæðum. Munurinn á þeim er tími gjaldskyldu. Eins og sést á kortinu er víða engin gjaldskylda í íbúðargötum og þar eru ferðamenn farnir að leggja sínum bílum.

Gjaldskyldusvæði í miðborginni. Mynd/Reykjavíkurborg

Samkvæmt heimildum DV leggja erlendir ferðamenn einnig oft camper-bílum sínum neðan við Hallgrímskirkju, á milli Brjóstasmiðstöðvar Landspítala og gamla Vörðuskólans. Hafa þeir sést gera þarfir sínar utandyra á því svæði og fleygja sorpi á víð og dreif.

Nemendur geta ekki verið á bíl

Í umræðum segir nefnir ein kona að þrengslin valdi nemendum Tækniskólans miklum vandræðum.

„Vegna allra bílaleigubílanna sem eru þarna á daginn er næstum ómögulegt fyrir nemendur að keyra í skólann, og því miður höfum við ekki góðar almenningssamgöngur,“ segir hún. Ferðamenn leggi í stæði sem eru ætluð nemendum. „Ég þekki tvær manneskjur sem eru í skólanum og geta ekki keyrt af því að það er aldrei hægt að leggja. Þess vegna þurfa foreldrarnir að skutla þeim á hverjum degi.“

Dýrt að leggja í stórri borg

Fjölmargir erlendir ferðamenn taka þátt í umræðunni líka. Nefnt er meðal annars að gjaldskyldan í Reykjavík sé mun lægri en víða í bandarískum borgum.

„Ég held að, að minnsta kosti í Bandaríkjunum, sé séum við forrituð til þess að leita að ókeypis bílastæðum af því að það er svo dýrt og íþyngjandi að leggja í stórri borg,“ segir einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?