fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. september 2024 12:11

Elva Júlíusdóttir Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var 16, að verða 17 ára stórt áfall í vinahópnum hjá mér. Við vorum mikið sex stelpur saman alltaf, ásamt risastórum vinahóp. Mikið af fólki sem var tengt þessari manneskju. Þetta var Eurovisionhelgin þegar Páll Óskar var að keppa, ég er ein heima, mamma og pabbi á Húsavík og þær voru fjórar sem ætluðu að gista hjá mér. Við fórum á fyllerí og djamm og svo fór ég heim af því ég var að fara að vinna daginn eftir,“

segir Elva Júlíusdóttir, 44 ára tveggja barna móðir í viðtali við Kiddu Svarfdal í þætti hennar Fullorðins á Brotkast.

Ein vinkonan fór heim með Elvu, hinar tvær héldu djamminu áfram, ásamt fleirum.

„Og ein úr hópnum drukknar í Bláa lóninu, gamla. Það var ekki áfallahjálp árið 1997. Ég fer með einni af þessum stelpum og kærasta þessarar vinkonu með prestinum sem hafði fermt okkur og við berum kennsl á hana eftir að hún finnst. Fáum að sjá hana. Ásamt systur mömmu hennar,“ segir Elva.

Segist hún þakklát fyrir að hafa kvatt vinkonu sína þegar hún var látin bera kennsl á hana. „Ég átti mjög góða stund með henni, en það hefði kannski þurft að grípa mann betur. Þessi stund var mjög falleg.“

„Þau fóru fjögur saman í lónið og þetta var mikið gert á þessum tíma, krakkar úr Hafnarfirði, Grindavík, Vogunum, Keflavík. Þetta var bara eins og náttúrulaug og samfélagslega viðurkennt.“

Segir Elva að foreldrar hennar hafi gripið hana og þetta áfall hafi mótað hana mun meira en hún hélt. „Eftir að ég fór mikið að vinna í sjálfri mér á seinni tíma þá mótaði þetta mig miklu meira en ég hélt. Mamma og pabbi gripu mig, Pabbi var mikið að láta mig tala um þetta, ég var send til afa og ömmu á Húsavík, það var farið til útlanda. Eins og var unnið í svona vandamálum á þessum tíma, en þessi vinahópur í heild sinni hefði þurft að fá áfallahjálp. Ég er svo þakklát fyrir að sjá eins og er að gerast í samfélaginu í dag þegar ungir krakkar deyja að það er svolítið samfélagið sem grípur þig. En það var ekki þarna.“

Segir Elva vinahópinn hafa verið tættan eftir áfallið og margir farið í mikla drykkju, þar á meðal hún sjálf. „Ég fór mikið að drekka eftir þetta og líka bara að leita í fólk sem lifði þessu lífi, djamm og djús. Ég ætla ekki að tala fyrir hönd annarra en það voru mjög margir í þessum vinahópi sem fóru þann veg.“

Elva var í Tækniskólanum og flosnaði úr námi, tók ekki prófið um vorið og fór ekki aftur í skólann um haustið og fór að vinna með föður sínum. „Lífið snerist bara um að vinna og djamma, ekkert annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“