fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“

Fókus
Miðvikudaginn 25. september 2024 11:37

Thalia Graves hefur bæst í hóp þeirra sem saka Diddy um kynferðisofbeldi. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur kona hefur bæst í hóp þeirra sem hafa höfðað mál gegn tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs vegna kynferðisofbeldis.

Thalia Graves sakar Diddy um að hafa nauðgað sér árið 2001. Hún hélt blaðamannafund í gær með Gloriu Allred, lögmanni.

TW: Við vörum við lýsingum á kynferðisofbeldi í fréttinni.

Graves sagði að árið 2001 hafi hún verið í sambandi með einum af starfsmönnum Diddy hjá plötufyrirtækinu Bad Boy Records. Hún sagði Diddy hafa „lokkað“ hana á fund með honum og Joseph Sherman, lífverði Diddy á þeim tíma. Wall Street Journal hefur kæruna undir höndum og greinir frá.

Sjá einnig: Meint dagbók Kim Porter varpar óhugnanlegu ljósi á lífið með rapparanum – „Hommapartíin voru eitt, en ungu drengirnir…“

Graves sagðist hafa misst meðvitund og heldur að sér hafi verið byrlað ólyfjan. Þegar hún rankaði við sér var hún nakin og bundin. Hún sagði að hún hafi öskrað og þá hafi Sherman skellt andliti hennar í billjarðborð. Hún sagði að síðan hafi Diddy og Sherman nauðgað henni.

Það kemur fram í lögsókninni að þrátt fyrir að hafa öskrað og grátbeðið þá um að hætta þá virtust kvalaóp hennar hafa engin áhrif á þá.

Á meðan þessu stóð kastaði Graves upp og missti hægðir en hún sagði það ekki hafa stöðvað Diddy. „Hann þurrkaði af sér og hélt áfram,“ kemur fram í málsókninni.

Í kærunni er því haldið fram að Diddy hafi tekið árásina upp á myndband og hafi síðan gefið myndbandið út sem klám og sýnt öðrum karlmönnum það til að niðurlægja Graves. Hún hafi ekki vitað á þeim tíma að það væri upptaka í gangi, en hafi komist að því í fyrra að það væri til myndband af þessu atviki. Hana hryllir við tilhugsuninni og fer fram á að öllum eintökum myndbandsins verði eytt.

Sjá einnig: Skuggaleg hegðun Sean Combs:Margra daga orgíur, barnaolía í lítravís og vökvi í æð

Gæti átt yfir höfði sér langan dóm

Diddy gæti átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér vegna gruns um mansal og skipulagða glæpastarfsemi. Rapparinn var handtekinn í New York fyrir rúmlega viku síðan eftir að niðurstaða ákærudómstóls lá fyrir. Fyrr á þessu ári gerði bandaríska alríkislögreglan, FBI, allsherjar leit á heimilum hans og áður hafði fyrrverandi kærasta hans, Cassandra Venture, stigið fram og sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot og ofbeldi.

Fleiri konur hafa sakað hann um hrottalegt kynferðisofbeldi og er Graves sú ellefta til að stíga fram. BBC greinir frá.

Sjá einnig: Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Umdeilda stjörnuparið bregst við slúðrinu með kroppamynd – Hann er 23 árum yngri

Umdeilda stjörnuparið bregst við slúðrinu með kroppamynd – Hann er 23 árum yngri
Fókus
Í gær

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birtir fleiri einstakar myndir úr fórum hermanns sem var á Íslandi á sjötta áratugnum

Birtir fleiri einstakar myndir úr fórum hermanns sem var á Íslandi á sjötta áratugnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás