fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Tveir fangar teknir af lífi í Bandaríkjunum

Pressan
Miðvikudaginn 25. september 2024 09:31

Marcellus Williams og Travis Mullis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fangar á dauðadeildum í bandarískum fangelsum voru teknir af lífi í gær. Annars vegar var um að ræða 38 ára karlmann, Travis Mullis, og hins vegar 55 ára karlmann, Marcellus Williams.

Travis var dæmdur fyrir að bana þriggja mánaða syni sínum, Alijah, í janúar 2008. Travis ákvað að áfrýja ekki dauðadómnum. Áður en banvænni lyfjablöndu var dælt í líkama hans sagðist hann sjá eftir að hafa myrt son sinn og bað barnsmóður sína og fjölskyldu hennar afsökunar.

Travis var 21 árs þegar hann framdi hinn skelfilega glæp en hann hafði rifist heiftarlega við barnsmóður sína áður en hann ók á brott með drenginn. Hann varð honum að bana í bifreið sinni eftir að hafa brotið kynferðislega á honum. Lík drengsins fannst í vegkantinum.

Marcellus var dæmdur til dauða fyrir að stinga 42 ára konu, Lishu Gayle, til bana á heimili hennar í St. Louis árið 1998. Marcellus braust inn til konunnar, en þegar hún varð hans var réðst hann að henni með hníf og stakk hana 43 sinnum. Hafði hann á brott með sér veskið hennar og tölvu sem eiginmaður hennar átti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér vantar fólk til starfa – Meðalmánaðarlaun eru 920.000 krónur

Hér vantar fólk til starfa – Meðalmánaðarlaun eru 920.000 krónur
Pressan
Í gær

Hana dreymdi um að opna lítinn veitingastað – Varð mun meira en það

Hana dreymdi um að opna lítinn veitingastað – Varð mun meira en það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loksins á heimleið eftir 592 daga martröð

Loksins á heimleið eftir 592 daga martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda