fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Pressan
Þriðjudaginn 24. september 2024 22:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1989 bönuðu bræðurnir Lyle og Erik Menendez foreldrum sínum. Þeir töldu sig í fyrstu hafa komist upp með verknaðinn og lifðu næstu mánuðum í miklum vellystingum og eyddu arfi sínum eins og enginn væri morgundagurinn.

Lögreglu hafði þó farið að gruna að maðkur væri í mysu en gátu þó ekki sannað grun sinn, ekki fyrr en að kona nokkur gaf sig fram á lögreglustöðinni í Beverly Hills. Þessi kona sagðist vera hjákona sálfræðings bræðranna. Bræðurnir höfðu játað glæpinn við sálfræðinginn. Sálfræðingurinn hafði tekið játninguna upp og sagt hjákonu sinni frá. Hjákonan ætlaði að taka þetta leyndarmál með sér í gröfina, en skipti þó snarlega um skoðun þegar sálfræðingurinn sagði henni upp. Þannig enduðu bræðurnir í lífstíðarfangelsi. Fyrst fóru þó fram eftirminnileg réttarhöld þar sem bræðurnir játuðu verknaðinn, en sögðust þó hafa verið að verja sig. Faðir þeirra hefði nefnilega beitt þá kynferðislegu og andlegu ofbeldi árum saman og móðir þeirra hafði tekið þátt í ofbeldinu og ekkert gert til að verja syni sína.

Mál bræðranna vakti nýlega athygli á ný eftir að Netflix-þættirnir Monster, eftir Ryan Murphy, komu út. Um er að ræða leikna þætti þar sem í hverri þáttaröð er fjallað um alvöru morðingja með dramatískum hætti. Þættirnir skálda gjarnan í eyðurnar og leyfa sér að fara aðeins út fyrir staðreyndir.

Trúir ekki sifjaspells-kenningunni

Þykir Ryan Murphy þó hafa gengið sérstaklega langt í nálgun sinni á Menendez málið, en hann lætur að því liggja að bræðurnir hafi verið elskhugar og þeir hafi myrt foreldra sína til að leyna sifjaspellinu.

Rithöfundurinn Robert Rand er sérfræðingur þegar kemur að máli bræðranna og hann segir í samtali við People að ekkert í gögnum málsins bendi til þess að bræðurnir hafi verið elskhugar.

„Ég trúi því ekki að Erik og Lyle Menendex hafi nokkru sinni verið elskhugar. Ég hugsa að það sé fantaísa úr hugarheimi Dominick Dunne [blaðamaður sem fyrst kom fram með þá kenningu].“

Rand rekur að í kringum réttarhöldin hafi sögusagnir farið á kreik um að bræðurnir væru aðeins of nánir. Vissulega hafi komið fram eitt atriði í skýrslugjöf bræðranna sem bendi til atviks milli bræðranna af kynferðislegum toga. Þeir voru þá báðir börn og höfðu þegar orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi frá föður sínum.

„Ég myndi ekki kalla þetta kynferðislegt samband af nokkru tagi. Þetta voru viðbrögð við ofbeldi“

Bræðurnir sárir

Erik Menendez hefur gefið út yfirlýsingu eftir að þættirnir fóru í sýningu og Lyle hefur tekið undir yfirlýsinguna með þvi að deila henni á sínum samfélagsmiðlum.

Þar segist Erik vera hryggur yfir þáttunum. Þar sé eldri bróðir hans, Lyle, málaður upp sem skrímsli, frjálslega farið með staðreyndir og mynd birt af bræðrunum sem sé í engum takti við gögn málsins og því erfitt að trúa öðru en að þáttagerðarmenn hafi ekki nálgast umfjöllunina af illum hug.

„Þetta er skref aftur á bak til þess tíma þar sem saksóknarar byggðu mál sitt á þeirri trú að karlmenn gætu ekki verið þolendur kynferðisbrota og að karlmenn upplifi nauðgun með öðrum hætti en konur,“ sagði Erik. „Þessar hræðilegu lygar hafa verið afsannaðar og afhjúpaðar af óteljandi hugrökkum þolendum síðustu áratugi sem hafa skilað skömminni og stigið fram. Svo nú hefur Murphy ákveðið að byggja framsetningu sína á þessum hrottalegu og viðurstyggilegu túlkun á persónum okkar Lyle og þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar.“

Ryan Murphy hafi með völdum sínum orðið valdurinn að bakslagi í baráttu karlkyns þolenda kynferðisbrota og þolenda barnaníðs.

Ryan Murphy hefur komið þáttunum til varna og segir áhugavert að Erik hafi sent yfirlýsingu án þess að hafa sjálfur séð þættina. Murphy segir vissulega erfitt að takast á við umfjöllun um kynferðisbrot og barnaníð. Varðandi meint ástarsamband bræðranna segir Murphy að hann hafi reynt að sýna eins margar ólíkar kenningar um mál bræðranna og hann gat. Það hafi verið sögusagnir um meint ástarsamband hans og fólk hafi áratugum saman deilt um hvort bræðurnir hafi raunverulega verið þolendur barnaníðs eða hvort þeir hafi myrt foreldra sína út af peningum. Saga Menendez fjölskyldunnar sé ekki bara saga bræðranna heldur líka foreldra þeirra. Foreldrar þeirra séu ekki lengur til staðar til að segja sína hlið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loksins á heimleið eftir 592 daga martröð

Loksins á heimleið eftir 592 daga martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda