fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“

Pressan
Sunnudaginn 29. september 2024 14:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þúsundir ára stunduðu Taívanar það að draga heilar tennur úr sér. Það er fyrst nú sem vitað er af hverju þeir gerðu þetta.

Fornleifafræðingar hafa nú öðlast skilning á af hverju fólk dró heilar tennur úr sér en þetta var gert á Taívan til forna og einnig víðar í Asíu. Ástæðan er ekki andfýla.

Fólk um allan heim lét draga tennur úr sér eða gerði sjálft til forna án deyfingar. Þetta var algengast á Taívan, suðaustur Asíu og Pólinesíu. Það var fyrir um 4.800 árum sem fólk á þessum svæðum lærði þetta og þessu var haldið áfram fram á tuttugustu öldina að því er segir í nýrri rannsókn sem verður birt í desemberútgáfu vísindaritsins Archaelogical Research in Asia.

Live Science segir að fornleifafræðingar hafi safnað saman gögnum á 250 stöðum í Asíu og hafi komist að því að tennur vantaði í 47 lík. Þetta voru karlar og konur og börn.

Segja vísindamennirnir að aðalástæðan fyrir því að fólk lét draga tennur úr sér, hafi verið í fegrunarskyni. Þeir byggja niðurstöðu sína á dæmum úr sögulegum textum og öðrum skjölum.

Segja vísindamennirnir að fólk hafi gert þetta til að andlit þeirra líktist ekki andliti dýra og til að draga fram ákveðna andlitsdrætti, sérstaklega til að heilla hitt kynið. Þeir telja einnig að þetta hafi verið „merki um hugrekki“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við