Ef þú ert að leita þér að vinnu og ert tilbúin(n) til að flytja úr landi, þá er þetta kannski eitthvað fyrir þig til að skoða.
Landið er Lúxemborg en eins og áður sagði eru launin almennt góð og lífsskilyrðin eru góð
Money segir að nú séu um 3.000 lausar stöður í Lúxemborg og að margar þeirra krefjist ekki háskólamenntunar.
Lágmarkslaunin í landinu eru sem svarar til 400.000 íslenskum krónum fyrir ófaglærða og 460.000 krónur fyrir faglærða.
Fyrir íbúa EES-svæðisins þá er lítið mál að flytja til Lúxemborgar. Það þarf bara að skrá sig innan þriggja mánaða frá flutningi og þarf þá að framvísa sönnun þess að þú sért með vinnu eða eigir nógu mikið fé til að geta séð fyrir þér.
Það er kostur að kunna frönsku en það er ekki alltaf skilyrði fyrir að fá vinnu í Lúxemborg.