fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Pressan

Þekkir þú klukkan 15 regluna? Læknir útskýrir hvers vegna þú ættir að íhuga að fylgja henni

Pressan
Sunnudaginn 29. september 2024 15:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir fá sér kaffi á morgnana til að komast í gang. En eftir því sem líður á daginn, þá er rétt að gæta sín á kaffinu og því hefur læknir, sem sérhæfir sig í svefnvandamálum, þróað „reglu“ sem gerir að verkum að kaffidrykkja hafi ekki áhrif á svefninn.

Ilto Sanomat skýrir frá þessu. Læknirinn, sem heitir Eevert Partinen, segir að kaffi geti haft mikil áhrif á svefngæðin en hann bendir einnig á að kaffi hafi sína kosti: „Koffín leiðréttir að hluta skaðleg áhrif svefnskorts því samkvæmt niðurstöðum rannsókna, þá eykur það árvekni, viðbragðsflýti og minni.“

En hann varar fólk einnig við að stóla algjörlega á kaffi, því þá geti það fests í slæmri hringrás lélegs svefns og aukinnar kaffidrykkju. Þetta geti að lokum gert fólk háð kaffi allan daginn, því annars fái það ekki næga orku.

Aðalástæðan fyrir þessum vanda er helmingunartími koffíns. Sex klukkustundum eftir að þú færð þér síðasta kaffisopann, þá er helmingurinn af koffíninu enn virkur í líkamanum og það getur raskað nætursvefninum.

Partinen segir hann hafi með tilraunum komist að þeirri niðurstöðu að þegar klukkan sé 15 sé „öryggistími“ hans runninn upp. Þess vegna drekki hann venjulega ekki kaffi eftir klukkan 15. Undantekningin sé þegar hann er á vakt.

Hann segir að fólk finni mun nokkrum dögum eftir að það byrjar að fylgja „klukkan 15 reglunni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Doktorsnemi gerði óvart risastóra uppgötvun með aðstoð Google

Doktorsnemi gerði óvart risastóra uppgötvun með aðstoð Google
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk segir að geimverur séu hugsanlega hér á jörðinni

Elon Musk segir að geimverur séu hugsanlega hér á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stríðsherrann Kadyrov lofar hefndum – „Þau bitu okkur – við munum tortíma þeim“

Stríðsherrann Kadyrov lofar hefndum – „Þau bitu okkur – við munum tortíma þeim“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hent úr pallborði CNN fyrir yfirgengilega hótun í beinni útsendingu – Fær aldrei að koma aftur í viðtal

Hent úr pallborði CNN fyrir yfirgengilega hótun í beinni útsendingu – Fær aldrei að koma aftur í viðtal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinsæli hlaðvarpsstjórnandinn skellti upp úr þegar Trump reyndi að útskýra hvernig kosningum 2020 var stolið

Vinsæli hlaðvarpsstjórnandinn skellti upp úr þegar Trump reyndi að útskýra hvernig kosningum 2020 var stolið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað varð um Carole-Ann Boone sem giftist Ted Bundy?

Hvað varð um Carole-Ann Boone sem giftist Ted Bundy?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur vann mikið þrekvirki á einum sögufrægasta stað mannkyns

Hundur vann mikið þrekvirki á einum sögufrægasta stað mannkyns