fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Eyjan

Stýrir frumkvöðlanámi í kannabisrækt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 24. september 2024 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein eftir Guðrúnu Bergmann, rithöfund, fyrirlesara og heilsu- og lífsstílsráðgjafa:

Maðurinn heitir Magnús Thorsson, íslenskur frumkvöðull sem fluttist til Bandaríkjanna þegar hann fór í nám og hefur ílengst þar. Núverandi staða hans er sem prófessor í frumkvöðlafræðum við Johnson & Wales háskólann í Rhode Island ríki í Bandaríkjunum. Hann samdi fyrir nokkrum árum algerlega nýtt námsefni fyrir háskólann sem hófst árið 2021 og byggist á sjálfbærni og miðast við þá sem vilja verða frumkvöðlar í ræktun á hampi eða kannabis og nýta sér þau viðskiptatækifæri sem slíkri ræktun tengjast.

Magnús verður einn af fyrirlesurunum á alþjóðlegu ráðstefnunni HEMP FOR THE FUTURE sem haldin verður í Salnum í Kópavogi dagana 11. og 12. október næstkomandi, en ljóst er að hampræktun býr yfir miklum tækifærum.

Magnús hefur komið víða við bæði innan háskóla- og viðskiptasamfélagsins allt frá því að hann hélt til Bandaríkjanna. Hann lauk doktorsnámi í neysluhegðun kaupenda frá Iowa State háskólanum og meistaranámi í kennslu frá frá Bennington College. Áhugasvið hans hefur mjög tengst neysluhegðun kaupenda, stefnu í loftslagsmálum, svo og sjálfbærri þróun og jafnrétti manna á milli.

Magnús starfaði lengi í þjónustugeiranum, meðal annars fyrir Hilton hótelin í New York og Washington, D.C, auk þess sem hann stýrði um tíma keðju sérvörumatvælaverslana í Virginíu. Árið 2000 keypti hann og rak með góðum árangri 30 herbergja skíðahótel í Vermont, en leitaði svo aftur yfir í akademíska geirann og hóf kennslu, þótt hann hafi alltaf verið tengdur einhverjum frumkvöðlaverkefnum.

Magnús fékk ríkisborgararétt í Bandaríkjunum árið 2005 og hefur síðan þá verið ráðgjafi fyrir bæjarstjórnir þar sem hann hefur búið og komið að ýmsum breytingum í stefnumálum þeirra, meðal annars betri efnahagsþróun og jafnari aðgangi íbúa að auðlindum náttúrunnar.

Auk framlags síns til akademíunnar og bæjarstjórnarmála, stofnaði Magnús nýverið fyrirtækið Canna Curious Wellness, sem er frumkvöðlafyrirtæki í kannabislífsstíl fyrir neytendur 55 ára og eldri, sem hafa ekki áður notað kannabis. Stefna fyrirtækisins er að fræða fullorðið fólk um meðferðareiginleika kannabis og kynna fyrir þeim í gegnum gagnsæjar og auskiljanlegar upplýsingar þau heildrænu vellíðunaráhrif sem plantan getur haft.

Markmið hans er að búa til jákvætt umhverfi fyrir eldra fólk sem vill njóta heilsubætandi áhrifa kannabis, í gegnum vörur sem eru með lágt magn THC (virka efnið í kannabils plöntunni sem veldur vímu) og kannabínóða (CBD en líkaminn framleiðir sjálfur kannabínóða) sem efla meðferðaráhrif.

Það verður því afar spennandi að hlusta á fyrirlestur Magnúsar á ráðstefnunni Hemp for the Future dagana 11. og 12. október næstkomandi.

Smelltu hér fyrir vefsíðu ráðstefnunnar.

Hér geturðu skoðað vefsíðu fyrirtækis Magnúsar og hér er hlekkur inn á upplýsingar um námið sem Magnús stýrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ekki sátt um nýtt merki Pírata í Kópavogi – Mögulega brot á höfundarrétti Kópavogsbæjar

Ekki sátt um nýtt merki Pírata í Kópavogi – Mögulega brot á höfundarrétti Kópavogsbæjar