Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, tilkynnti í gær að hann hygðist ekki gefa kost á sér til formanns. Tilkynnti hann við sama tilefni að hann myndi styðja Svandísi til formanns og gefa kost á sér í embætti varaformanns.
Landsfundur Vinstri grænna fer fram í byrjun október og verður þar kosið um nýja forystu flokksins. Vinstri grænir hafa átt í vök að verjast í skoðanakönnunum en í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup mælist fylgi flokksins 3,4%.