fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Eyjan

Þorgerður Katrín: Ríkisstjórnin vildi gefa firðina um aldur og ævi – Sjálfstæðisflokkurinn tekur hagsmuni bakhjarla fram yfir stefnuna

Eyjan
Þriðjudaginn 24. september 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er skondið að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki treysta markaðnum til að ákvarða gjald fyrir að einkaaðgengi að auðlindum þjóðarinnar. Fólk áttaði sig kannski ekki á mikilvægi þess að tímabinda úthlutun heimilda í sjávarútvegi fyrr en ríkisstjórnin lagði til í frumvarpi í vor að fiskeldisfyrirtækin fengju firðina okkar til afnota um aldur og ævi. Tímabinding úthlutunar er forsenda þess að auðlindirnar séu í þágu eigenda sinna, íslensku þjóðarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

fvplayer id=“3065″]

„Við þurfum að klára þessa umgjörð utan um sjávarútveginn og ég sé það líka að þessa umræðu um þetta prinsippmál í sjávarútvegi, prinsippmál um að við þurfum að tímabinda heimildir til þeirra sem hafa auðlindir okkar til einkaafnota,“ segir Þorgerður Katrín.

„Gott dæmi um þetta er þegar ríkisstjórnin – það kom ekki á óvart að það skyldi vera þessi ríkisstjórn – setti fram frumvarpið um fiskeldi sem átti að leyfa fiskeldisfyrirtækjum að fá firðina okkar bara til óendanlegra afnota, ekki neina tímabindingu. Þá kviknaði ljós hjá fólki af því að fólk hefur ekkert endilega verið að hugsa mikið um hvað tímabinding heimilda þýðir – þetta er svona þvælt orð dálítið, svona tæknileg umræða, en þegar fólk áttar sig á því; bíddu við það er verið að afhenda firðina okkar um aldur og ævi – það er það sem við erum að segja um sjávarútvegsauðlindina. Við getum ekki gert þetta. Auðlindin er í eigu þjóðarinnar. Við þurfum að tímabinda heimildir og við þurfum að fara í gjaldtöku.“

Þorgerður Katrín segir Viðreisn treysta markaðnum í þeim efnum. „Það er skynsamasta leiðin. það er ekki spurning, það er skynsamasta leiðin að treysta markaðnum en það er náttúrlega skondið að Sjálfstæðisflokkurinn gerir það ekki af því að það hentar ekki hans bakhjörlum. En gott og vel, við erum að minnsta kosti tilbúin að ræða það sem Framsóknarflokkurinn, undir forystu Sigurðar Inga, setti fram á sínum tíma, að búa til samninga, 17-22 ára samninga, og segja þá ákveðið gjald inn í samningana. Þessi skref hafa ekki verið tekin.“

Þorgerður Katrín segir Jóhönnu Sigurðardóttur hafa á sínum tíma talað um „skjaldborg heimilanna“ sem aldrei varð, en Sjálfstæðisflokkurinn sé hins vegar með „Skjaldborg sjávarútvegsins“ og heimilin komist aldrei að.

„Ég er mjög stolt af þessu sjávarútvegskerfi og það er alveg ótrúlega dýnamískt að fara inn í sjávarútvegsfyrirtækin og fjárfestingin, hún kemur ekki úr engu. Auðvitað þurfum við að hafa hagkvæmni og það sem ég er að segja: Við viljum að fyrirtæki hafi það gott, við þurfum efnahagslega velsæld til þess að ýta undir allt annað. Við þurfum arðsemi, arður er ekki af hinu vonda, arður er fyrir fyrirtæki og fólk til að fjárfesta í enn frekari nýjungum og svo framvegis. En það verður að vera réttlæti og það er ekki réttlæti eins og staðan er núna. Við þurfum sanngjarnt auðlindagjald, við þurfum að tryggja að auðlindir séu raunverulega í þágu þjóðarinnar og eigu þjóðarinnar og það er ekki gert nema með tímabindingu heimilda.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ekki sátt um nýtt merki Pírata í Kópavogi – Mögulega brot á höfundarrétti Kópavogsbæjar

Ekki sátt um nýtt merki Pírata í Kópavogi – Mögulega brot á höfundarrétti Kópavogsbæjar