fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Hlógu að kjaftasögunni þegar Gummi átti að hafa gert eitthvað í bæjarfélagi sem hann hefur aldrei stigið fæti inn í

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 24. september 2024 12:29

Gummi Kíró og Lína Birgitta. Mynd/Instagram @linabirgittasig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, eru eitt þekktasta par landsins. Það hefur sína kosti, en líka ýmsa galla.

Lína Birgitta ræðir um sambandið, athyglina og kjaftasögurnar í Fókus, spjallþætti DV. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Í desember fagna Lína Birgitta og Gummi fimm ára sambandsafmæli. Hann fór á skeljarnar í París í október 2022 og stendur til að ganga í það heilaga árið 2026, á einhverjum fallegum rómantískum stað erlendis.

Gummi á þrjú börn úr fyrra sambandi og segir Lína það hafa gengið vonum framar að stíga inn í stjúpmömmuhlutverkið. Hún viðurkennir að það hafi samt verið ágætis pakki, að fara frá því að vera ein í að vera hluti af fimm manna fjölskyldu.

„Við náum öll svo fáránlega vel saman og það er svo ekki sjálfgefið, ég er mjög þakklát fyrir það. Dýnamíkin er þannig að það er allt rætt, það eru allir vinir, það eru allir opnir. Maður hugsar stundum, eins og þetta sé meant to be.“

Gummi Kíró og Lína Birgitta. Mynd/Instagram @linabirgittasig

Getur fengið kvíða

Lína Birgitta og Gummi eru bæði vel þekkt. Lína er með tæplega 29 þúsund fylgjendur á Instagram, heldur úti vinsæla hlaðvarpinu Spjallið og er eigandi og hönnuður Define the Line sem hefur fest sig í sessi sem eitt af uppáhalds íþróttavörumerkjum kvenna hérlendis. Gummi er einnig vinsæll á samfélagsmiðlum og heldur úti hlaðvarpinu Tölum saman, hann fetar einnig í fótspor unnustu sinnar og er með vörumerkið og netverslunina Autumn Clothing.

Aðspurð hvernig það sé að vera þekkt par, að geta sjaldan verið á fjölmennum stað án þess að einhver kannist við þau, segir Lína Birgitta það stundum vera erfitt.

„Ég held að gallinn sé að maður getur fengið kvíða, maður fær kvíða við að fara kannski á svona staði, þó ég elski þegar fólk kemur upp að mér og spjallar við mig. Ég elska það og kann alltaf að meta það,“ segir hún og segir þetta frekar lýsa sér eins og félagskvíða.

„Oftast er manni samt sama, en ég held að Gummi tengi líka við það að geta fengið þennan kvíða. Í sumum tilfellum, alls ekki öllum. Sérstaklega ef þú ert til dæmis að eiga erfiðan dag eða eitthvað svoleiðis, og þú þarft að fara út og þú veist að þú ert að fara á einhvern stað þar sem þú veist er mikið af fólki þá geturðu líka fengið félagskvíða, en þá er betra að vera tvö saman en einn, þá líður manni betur,“ segir Lína hlæjandi.

Kjaftasögur

Annar fylgikvilli frægðarinnar eru kjaftasögur. Lína Birgitta segir þær sjaldan stinga, oftast hlæja þau bara enda oft galið hvað fólki dettur í hug. „Þetta eru oft einhverjar rugl sögur sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Til dæmis var eitthvað ein slúðursaga um að Gummi átti að hafa gert eitthvað í einhverju bæjarfélagi á landinu sem hann hefur aldrei komið til,“ segir hún.

Lína segist velta því fyrir sér hvernig svona kjaftasögur verða til. „Er í alvörunni einhver sem býr til svona sögur? Manni finnst það alltaf smá furðulegt,“ segir hún.

„Við vitum hvar við stöndum og erum gott teymi. Þannig að þá er kannski meira hægt að hlæja af þessu.“

Lína Birgitta ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan og segir frá því þegar vinkona hennar, Sólrún Diego, hringdi í hana eftir að hafa heyrt svaka slúðursögu um Línu Birgittu. „Við sprungum úr hlátri,“ segir hún.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Línu Birgittu á Instagram og smelltu hér til að hlusta á Spjallið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás
Hide picture