fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Kínverji fékk ekki að koma til Íslands – Sagði endurfundi fyrirhugaða

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. september 2024 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskum ríkisborgara var synjað af Útlendingastofnun um vegabréfsáritun til Íslands á þeim grunndvelli að viðkomandi hefði ekki fært nægileg rök fyrir tilgangi ferðarinnar. Um er að ræða karlmann sem sætti sig ekki við synjunina og kærði hana til kærunefndar útlendingamála. Sagðist maðurinn hafa ætlað sér að hitta konu sína, sem býr í Bandaríkjunum, á ný á Íslandi. Málið kom raunar upp fyrir um ári en úrskurður nefndarinnar féll í október 2023 og staðfesti hún synjunina á þeim grundvelli að ástæða væri til að draga í efa uppgefinn tilgang ferðar mannsins til Íslands. Af einhverjum ástæðum var úrskurðurinn ekki birtur á vef Stjórnarráðsins fyrr en nú 11 mánuðum eftir að hann var kveðinn upp.

Í kæru hins kínverska manns kemur fram að hann hafi varið tveimur mánuðum í undirbúning ferðarinnar ásamt konu sinni þar sem Ísland væri spennandi áfangastaður sem byði upp á margs konar upplifanir og ævintýri. Maðurinn vísaði til ferðaáætlunar sinnar og var ósammála þeirri túlkun Útlendingastofnunar að ekki hafi verið færð rök fyrir tilgangi og skilyrðum fyrirhugaðrar dvalar. Maðurinn vísaði til fyrri vegabréfsáritana og dvalarheimilda utan Kína en hann hafi m.a. stundað nám og atvinnu í Bandaríkjunum og Þýskalandi og aldrei áður verið synjað um vegabréfsáritun.

Kona hans hafði þá þegar fengið vegabréfsáritun til Íslands, en hún býr í Bandaríkjunum, og maðurinn sagði að ætlunin hafi verið að þau myndu hittast á ný hér á landi. Með kærunni fylgdi ljósmynd af vegabréfsáritun konunnar og afrit af ferðaáætlun þeirra.

Sendiráðið sagði nei

Í úrskurði kærunefndar útlendingamála eru lög og reglur um vegabréfsáritanir og Schengen-svæði rakin all ítarlega.

Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að manninum hafi verið leiðbeint um að hann gæti óskað eftir skriflegum rökstuðningi frá Útlendingastofnun vegna synjunarinnar. Hann hafi ekki farið fram á rökstuðninginn.

Einnig kemur fram að maðurinn hafi sótt um vegabréfsáritun hjá sendiráði Íslands í Kína og að sendiráðið hafi tekið umsóknina til meðferðar í samræmi við lög. Þar sem sendiráðið hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri skilyrði fyrir hendi til að veita manninum vegabréfsáritun hafi málið verið lagt fyrir Útlendingastofnun til ákvörðunar.

Nefndin segir jafn framt að maðurinn hafi ekki lagt fram frumrit kínversks búsetuvottorðs og að rekstrarleyfi vinnuveitanda hafi ekki verið vottað með þeim hætti sem áskilið væri. Manninum hafi verið bent á þetta og sömuleiðis hafi hann undirritað yfirlýsingu þar sem honum var bent á fylgigögn sem skorti og honum veittur fimm daga frestur til þess að bæta úr. Hann hafi hins vegar ekki lagt fram hin umbeðnu gögn, hvorki við meðferð málsins hjá sendiráðinu né á kærustigi. Að mati kærunefndarinnar voru framkomin gögn og málsástæður kæranda ekki þess eðlis að ástæða væri til að hnekkja mati Útlendingastofnunar á umsókn hans um vegabréfsáritun.

Kærunefndin tók því undir það mat Útlendingastofnunar að maðurinn hafi ekki fært rök fyrir tilgangi og skilyrðum fyrirhugaðrar dvalar, samkvæmt ákvæðum reglugerðar um vegabréfsáritanir. Hafi þannig verið ástæða til að vefengja uppgefinn tilgang ferðar mannsins hingað til lands og vísar nefndin þar til ákvæða útlendingalaga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“