fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fréttir

Halla forseti tekur við tæpum 9 milljónum sem söfnuðust í Minningarsjóð Bryndísar Klöru

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. september 2024 16:16

Fulltrúar frá Krónunni, Bónusi, Nettó og Hagkaupum og fulltrúar Salaskóla ásamt tveimur nemendum komu saman hjá KPMG í dag til að afhenda forseta Íslands, verndara Minningarsjóðs Höllu Karenar Birgisdóttur á níundu milljón króna sem söfnuðust með sölu kertanna og með áheitahlaupi grunnskólanemenda í Salaskóla. KPMG fer með vörslu sjóðsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmar 6,9 milljónir króna; afrakstur af sölu Krónunnar, Bónuss, Nettós og Hagkaupa á friðarkertum í minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, voru afhentar forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, verndara Minningarsjóðs Bryndísar Klöru Birgisdóttur fyrr í dag hjá KPMG við Borgartún 27, en KPMG fer með vörslu sjóðsins fyrir hönd aðstandenda sjóðsins. Við móttökuna afhentu fulltrúar verslananna forseta afrakstur sölu sinnar auk þess sem fulltrúar nemenda Salaskóla, sem einnig efndu til söfnunar af sama tilefni, afhentu afrakstur áheita af hlaupi sem skólinn efndi til. Minningarsjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Afrakstur safnananna verður lagður inn á reikning sjóðsins sem KPMG hefur umsjón með. 

Allt hægt með samkennd og náungakærleik  

Anna Björt Sigurðardóttir hafði frumkvæði að kertasölunni og fékk verslanirnar áðurnefndu til liðs við sig með skömmum fyrirvara, þar sem hún hvatti landsmenn alla til að kaupa friðarkerti og tendra ljós þeirra við sólsetur föstudaginn 13. september, daginn sem Bryndís Klara var jarðsungin frá Hallgrímskirkju. Anna Björt er að vonum ánægð með árangurinn: „Ég er svo innilega þakklát öllum sem tóku þátt í að styrkja minningasjóð Bryndísar Klöru með kaupum á kertum. Enn og aftur sýnum við sem þjóð að með samkennd og náungakærleik að allt er hægt.“ 

Nemendur Salaskóla söfnuðu 

Auk afraksturs söfnunar af sölu friðarkerta ákváðu nemendur Salaskóla, þar sem Bryndís Klara var nemandi allan sinn grunnskólaaldur, einnig að efna til áheitasöfnunar í minningu Bryndísar. Að sögn Kristínar Sigurðardóttur, skólastjóra Salaskóla, taka nemendur skólans á hverju hausti þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ og hafa nýtt tilefnið til að hlaupa til góðs og kalla hlaupið „góðgerðarhlaup Salaskóla“. Í ár var ákveðið að óska eftir styrkjum í minningu Bryndísar Klöru frá foreldrum og öðrum velunnurum skólans, sem næmi að lágmarki 530 kr, eða einni krónu fyrir hvern nemanda skólans og skyldi söfnunarféð renna óskipt í minningarsjóðinn og fengu hlauparar mikinn meðbyr frá foreldrum, vinum, vandamönnum og nágrönnum í hverfinu. Söfnuðust alls um 1.450 þúsundir króna sem einnig voru afhentar forseta Íslands við athöfnina hjá KPMG. 

Riddarar kærleikans 

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur á undanförnum vikum átt fjölda funda með ýmsum aðilum sem láta sig málefni ungs fólks varða til að ræða andlega líðan ungmenna í samfélagi nútímans og mögulegar leiðir til að ráðast að rót vandans. Afrakstur þeirra samræðna var sú tillaga að hvetja almenning til að gerast „riddarar kærleikans“ og bregðast þannig við ákalli aðstandenda Bryndísar Klöru Birgisdóttur um að heiðra minningu hennar með því að gera kærleikann að eina vopninu í íslensku samfélagi. „Ég tel fátt mikilvægara en að unga fólkið okkar fái sjálft að móta hugmyndir um hvernig við gerum betur og er að beita mér – með þeim og fyrir þau. Ég hvet ykkur að lokum til að hlusta á þau, læra af þeim og hvetja þau og styðja með mennsku og kærleik. Ég vonast til að sjóðurinn geti stutt við þau í þeirri viðleitni og trúi því að okkar samfélag muni koma saman á sorgarstundu, draga línu í sandinn og stefna í betri átt. Við getum og verðum að vera breytingin sem við viljum og þurfum að sjá í okkar samfélagi,“ sagði Halla Tómasdóttir í ákalli sem hún birti á Facebook-síðu forsetaembættisins þann 7. september. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi