fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fókus

„Ég var ekkert búin að sofa í tvo daga þegar viðtalið var tekið upp“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. september 2024 14:30

Hayden Panettiere. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir höfðu áhyggjur af leikkonunni Hayden Panettiere eftir að tímaritið People birti viðtal við hana á samfélagsmiðlum í síðustu viku.

Í viðtalinu ræddi Hayden í fyrsta skipti um fráfall bróður hennar, sem var bráðkvaddur í febrúar í fyrra, aðeins 28 ára gamall.

Viðtalið vakti mikla athygli og höfðu aðdáendur áhyggju af andlegri heilsu hennar og edrúmennsku. Talsmaður Hayden tók fyrir að hún hafi verið undir áhrifum og sagði að það hafi reynst henni erfitt að ræða um bróðurmissinn opinberlega.

Sjá einnig: „Óþægilegt og sorglegt“ viðtal við leikkonuna veldur áhyggjum

Nú hefur Hayden stigið fram og tjáð sig um málið. „Það er óskiljanlegt að ég sé í þessari stöðu en mér finnst ég þurfa að tjá mig um málið á stað þar sem ég verð ekki gagnrýnd fyrir hversu hratt eða hægt ég tala,“ skrifaði leikkonan í færslu á Instagram.

„Ég var ekkert búin að sofa í tvo daga þegar viðtalið var tekið upp því einn hundurinn minn var að jafna sig eftir bráðaaðgerð.“

Hún ræddi einnig um orðróminn um að hún væri fallin. „Sorg kemur öðruvísi fram hjá okkur öllum. Hvort ég er á einhverjum lyfjum kemur engum við nema mér og læknisins míns.“

Hayden sagði að talsmaður hennar hafi séð að hún væri uppgefin og stoppað viðtalið fyrr. Hún sagði að People hafi sagt að þau myndu klippa myndbandið til og að þetta yrði „falleg umfjöllun.“

Að lokum þakkaði leikkonan þeim sem komu henni til varnar.

Hægt er að lesa yfirlýsingu Hayden hér að neðan. Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hayden Panettiere (@haydenpanettiere)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl