fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Kosninga-Nostradamus hefur opinberað spá sína og viðbrögðin voru rosaleg – Spáði rétt fyrir um 9 af seinustu 10 kosningum

Pressan
Sunnudaginn 22. september 2024 18:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn hafa beðið þess með eftirvæntingu að sagnfræðingurinn Allan Lichtman, eins konar Nostradamus forsetakosninganna þar í landi, spái fyrir um úrslit kosninganna í nóvember. Lichtman hefur nefnilega spáð réttilega fyrir um sigurvegara forsetakosninganna þar í landi í 9 af síðustu 10 kosningunum.

Lichtman er 77 ára gamall sagnfræðiprófessor en hann byggir spá sína á 13 lykilatriðum, allt frá efnahagsástandi yfir í persónutöfra frambjóðenda. Þetta spálíkan hans byggir á því að ráðandi öflin, flokkurinn sem hefur átt Hvíta húsið seinasta kjörtímabil, eru metin út frá þessum 13 lykilatriðum. Ef flokkurinn lýtur í lægra haldi fyrir mótframboði sínu í sex eða fleiri flokkum þá tapar hann kosningunum. Ef ekki þá mun flokkurinn halda forsetaembættinu.

Lichtman opinberað spá sína fyrr í þessum mánuði en hann telur að Kamala Harris, fyrir demókrata, muni sigra kosninguna.

Prófessorinn segir í samtali við USA Today að hann hafi aldrei fengið jafn sterk viðbrögð við spá sinni og í ár.

„Kannski er það sökum þess hversu mikið er í húfi í þessum kosningunum og hversu sérstæðar þær eru: Sitjandi forseti hefur stigið til hliðar rétt fyrir landsfund og mótframbjóðandinn hefur verið sakfelldur fyrir 34 hegningarlagabrot.“

Gáttaður á áhuganum

Lichtman spáði því réttilega að Donald Trump myndi sigra Hillary Clinton árið 2016. Hann spáði því líka að fyrsti svarti forsetinn yrði kjörinn árið 2008, þegar Barack Obama sigraði fyrir demókrata.

Aðspurður um viðbrögðin við spá sinni glotti Lichtman og sagði að bæði honum og fjölskyldu hans sé verulega skemmt yfir þessu öllu saman.

„Ég er bara gáttaður á því að fólk hafi þetta mikinn áhuga. Þau munu komast að því fyrr en síðar hver sigraði og hver beið ósigur, hvers vegna þarf fólk að vita þetta fyrirfram?“

Lichtman spáir því að þessi sjúklega forvitni eigi rætur að rekja til neyslumenningarinnar. Fólk sé orðið vant því að fá þörfum sínum fullnægt með miklum hraði.

„Hitt er svo að við búum í samfélagi sem byggir á spádómum. Ekki bara í stjórnmálum. Horfðu bara á íþróttir. Íþróttaþættir í útvarpinu eru stöðugt að reyna að spá fyrir um næstu leiki. Verða þjálfarar reknir? Hvaða leikmenn munu skipta um félag og hvaða leikmenn gera það ekki? Þetta gildir um dægurmenninguna líka. Þú vilt vita hver mun vinna Óskarsverðlaunin. Hvenær þetta fræga par sækir um skilnað, hvaða stjörnur eru að stinga saman nefjum. Þetta er úti um allt.“

Lichtman segir að uppáhalds lykilatriðið í spálíkani hans hefi. með hneyksli að gera. Það sé mun skemmtilegra að greina það heldur en efnahagslegar forsendur eða stöðu frambjóðenda í skoðanakönnunum.

Hann segist minna hrifinn af gagnrýninni sem hann fær yfir sig eftir að hann upplýsir um spá sína. Hann sé til dæmis sakaður um að vera á mála hjá demókrötum og að hann fái greitt frá flokknum til að spá þeirra frambjóðanda sigri. Þetta sé þó ekkert nýtt. Hann hefur spáð fyrir um forsetakosningar síðan árið 1982 þegar hann spáði því að Ronald Reagan yrði endurkjörin. Hann þróaði spálíkan sitt með Rússanum Vladimir Keilis-Borok sem er jarðskjálftafræðingur.

Ekki tölfræði heldur manneskjur

Harðasta gagnrýnin kemur frá öðrum spámönnunum.

„Ég gerðist sekur um þá grundvallar synd að sýna hlutdrægni. Sum lykilatriði mín byggja ekki bara á þurrum tölfræðiupplýsingum á borð við hagvöxt. En ég hef bent á að þetta er ekki hlutdrægni heldur gildisdómur. Við erum að eiga við manneskjur. Manneskjur eru alltaf að dæma umhverfi sitt.“

Sum gagnrýnin fari líka í manninn frekar en málið og hefur hann meðal annars verið sakaður um að nota hárkollu. „Eins og hárið á mér hafi eitthvað með spá mína að gera. En ég verð að segja að það að verða fyrir svona árásum er ekki það versta sem getur komið fyrir fólk. Veistu hvað það versta er? Að vera hundsaður og ég hef ekki verið hundsaður núna í um tvo áratugi.“

Árið 2000 brást honum bogalistin þegar hann spáði því að Al Gore myndi hafa betur gegn George W. Bush. Það ár var naumt á munum og endaði forsetakjörið alla leið fyrir Hæstarétt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“