fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Mikil reiði eftir að borgarstarfsmenn skelltu sér í Disney-garðinn á kostnað heimilislausra barna

Pressan
Sunnudaginn 22. september 2024 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar New York borgar eru bálreiðir eftir að í ljós kom að sex starfsmenn borgarinnar sviku heimilislaus börn um ferð í Disney-garðinn. Þessar ferðir eru rándýrar og hafði borgin fengið rúmlega 42 milljónir í styrk frá ríkinu til að geta boðið grunnskólanemendum sem glíma við heimilisleysi tækifæri til að ferðast líkt og jafnaldrar þeirra frá efnameiri fjölskyldum geta. Til dæmis var þessum ferðum ætlað að hjálpa þessum börnum að kynna sér háskóla, eða til að gefa þeim ógleymanlega upplifun með því að fara á staði á borð við Disney.

Málið kom inn á borð deildar borgarinnar sem sér um börn í grunnskólum sem búa í athvörfum fyrir heimilislaust fólk. Yfirmaður deildarinnar, Linda M. Wilson, hafði þó annað í huga en að dreifa styrknum eins og honum var ætlað. Hún og fimm aðrir starfsmenn deildarinnar fölsuðu gögn til að geta sjálf nýtt þessar ferðir ásamt börnum sínum og barnabörnum.

„Það sem gerist hér er bara milli okkar,“ er Linda sögð hafa sagt við samstarfsmenn sína og lagt að þeim að þaga yfir málinu svo deildin kæmist upp með þjófnaðinn.

Því er haldið fram að á árunum 2016-2019 hafi Linda, samstarfsmenn hennar og fjölskyldur þeirra, ferðast til Disney, New Orleans, Washington og fleiri staða, allt fyrir þessa styrki sem voru ekki þeim ætlaðir.

Rannsókn hófst á málinu eftir að tilkynning barst yfirvöldum í mars árið 2019 um að Linda hefði skipulagt ferðalag fyrir heimilislausa nemendur sem áttu að auka tækifæri þeirra til frekari menntunar. Hún hafi svo tekið sína eigin fjölskyldu með í ferðina og falsað leyfisbréf þeirra.

Einn aðili greindi yfirvöldum frá því að hann, stjórnandi í grunnskóla, hafi þurft að grátbiðja Lindu að taka tvo af nemendum hans með til Disney, en á sama tíma hafi hún og tveir aðrir starfsmenn verið skráð í ferðina ásamt fjölskyldumeðlimum.

Nú er hart lagt að yfirvöldum að kæra Lindu og samverkamenn hennar til lögreglu og krefja hana um að greiða til baka það sem hún stal frá heimilislausum börnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“