fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Spyr hvort Davíð muni biðjast afsökunar á ærumeiðingum – fékk sjálfur fleiri orlofsdaga en Dagur

Eyjan
Laugardaginn 21. september 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð og Moggamenn hafa ekki enn þá séð ástæðu til að biðjast afsökunar á ærumeiðingum sínum. Enda djúpt á sómakenndinni þar á bæ.“ skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut.

Ólafur segir að í heilan mánuði hafi verið beðið eftir því að Davíð Oddsson og Morgunblaðið biðji Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, afsökunar á ásökunum og ávirðingum sem Davíð hafi staðið fyrir þar sem Dagur hefur verið ásakaður um óeðlilega töku orlofsfjár við starfslok „þar sem meiðyrði hafa ekki verið spöruð, eins og t.d. í leiðara Morgunblaðsins þann 19. ágúst sl. þar sem var spurt: Er sjálftakan ásættanleg að mati Samfylkingar? Í öðrum leiðara þann 22. ágúst notaði Davíð orðin „yfirgengilega orlofssugan“ um Dag B. Eggertsson.“

Ólafur rifjar einnig upp að laugardaginn 17. ágúst voru fjórir dálkar á forsíðu blaðsins lagðir undir risafyrirsögnina ORLOFSFÉ DAGS EINSDÆMI. Í Náttfarapistlinum fer Ólafur yfir það að því fer fjarri að uppgjör borgarinnar á orlofsdögum Dags hafi verið eitthvert einsdæmi, eins og Morgunblaðið hefur haldið fram:

En veruleikinn er annar. Þann 31. ágúst birti Vísir vandaða samantekt á staðreyndum málsins sem unnin var upp úr bókhaldi borgarinnar. Þá kom á daginn að veruleikinn er aldeilis annar en að Dagur hafi misnotað aðstöðu sína við umrætt uppgjör. Sá sem sem fær að birtum staðreyndum málsins höggið beint í andlitið er enginn annar en Davíð Oddsson, fyrrum borgarstjóri og sá sem ber ábyrgð á rógskrifum og ærumeiðingum Morgunblaðsins vegna þessa máls, því sjálfur fékk hann uppgerða fleiri orlofsdaga þegar hann lét af embætti borgarstjóra en Dagur fékk núna. Davíð fékk uppgerða 93 orlofsdaga árið 1991 en Dagur fékk 69 daga uppgerða þegar hann lét af embætti borgarstjóra á þessu ári.“

Í svari borgarinnar til Vísis kemur m.a. fram að sá sem fékk langflesta orlofsdaga uppgerða miðað við starfstíma var Markús Örn Antonsson, sem tók við sem borgarstjóri af Davíð Oddssyni árið 1991. Hann gegndi stöðu borgarstjóra í 2,7 ár en fékk við starfslok uppgerða 90 orlofsdaga – eða 33 orlofsdaga á ári að meðaltali. Sá borgarstjóri sem fékk næstflesta daga uppgerða að meðaltali fyrir hvert starfsár var Hanna Birna Kristjánsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Hún gegndi stöðu borgarstjóra í 1,8 ár en fékk 41 orlofsdag uppgerðan við starfslok – eða 23 orlofsdaga að meðaltali á ári.

Ólafur bendir á að Davíð fékk mun fleiri orlofsdaga uppgerða en Dagur B. Eggertsson, þrátt fyrir að hafa setið skemur í embætti. Þá rifjar hann upp að þetta fyrirkomulag greiðslu ótekins orlofs var einmitt tekið upp í borgarstjóratíð Davíðs.

Í ljósi þessara staðreynda hefði Davíð Oddsson átt að undirbúa árásir Morgunblaðsins betur þegar hann taldi að loksins hefðu þeir fundið höggstað á Degi B. Eggertssyni sem hefur átt sinn stóra þátt í að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum í Reykjavík um árabil. Hátt var reitt til höggs en höggið kom beint í andlit Sjálfstæðisflokksins og Davíðs sjálfs.“

Ólafur skrifar að ef einhverjir fyrrverandi borgarstjórar verðskuldi uppnefnið „orlofssugur“ þá sé þá helst að finna í Sjálfstæðisflokknum.

Náttfarapistilinn í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda