fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Sláturhúsið í Brákarey verður rifið – Tug milljóna kostnaður í ónýttu húsi

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. september 2024 11:30

Húsið mun hverfa á næstunni. Skjáskot/Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlanir um niðurrif sláturhússins í Brákarey í Borgarnesi eru komnar fram í byggðarráði Borgarbyggðar. Ekki er talið borga sig að halda húsinu við.

Mál húsanna í Brákarey voru mikið til umfjöllunar fyrir nokkrum árum síðan. En sveitarfélagið þurfti að úthýsa mörgum félögum sem höfðu þar aðstöðu eftir ábendingar frá slökkviliðsstjóra.

Þetta voru meðal annars golfklúbburinn, skotfélagið, fornbílafélagið og bifhjólafélgið á staðnum. Einnig voru ýmsir einstaklingar með aðstöðu þarna og voru margir óánægðir með hvernig bærinn hélt á málum.

Í byggðarráði voru lagðar fram þrjár sviðsmyndir um áfangaskiptingu niðurrifs hússins og var sveitarstjóra falið að gera kostnaðarmat á niðurrifi í samræmi við eina þeirra. Það er tillögu sem felur í sér niðurrif allra húshluta nema þremur burstum.

„M.v. ástand hússins er það slysagildra að óbreyttu, fráleitt er að endurnýja húsið og sá kostnaður sem nú fellur til við að halda hita- og rafmagni á húsinu er verulegur. Frá því starfsemi var hætt í húsinu hleypur sá kostnaður á tugum milljóna króna,“ segir í fundargerð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans