Ragnhildur Alda segir að Einar hafi viðurkennt það fúslega fyrir henni að hafa teiknað á myndina með því að rétta henni eintakið af Morgunblaðinu sem hann var búinn að teikna á. Mögulega hefur Einar viljað breyta myndinni af Ragnhildi Öldu í skopmynd þar sem sjá mætti hana í líki kölska. Ragnhildur Alda segir svo frá í myndbandinu:
„Það getur verið svolítið strembið að starfa í pólitík. Ekki síst vegna þess að við erum ekki alltaf sammála. En ég held að ég sú fyrsta sem hafi tekist að reita starfandi borgarstjóra það mikið til reiði að hann krotaði út mynd af mér í Morgunblaðinu. Ég skrifaði sem sagt grein síðasta þriðjudag og honum leist greinilega alls ekki á þessa grein þannig að hann rétti mér hana svona útkrotaða eftir síðasta borgarstjórnarfund,“ segir Ragnhildur Alda og sýnir myndina sem Einar teiknaði á með fyrrgreindum hætti.
Ragnhildur Alda reynir síðan í myndbandinu að geta sér til um hvað Einar hafi verið að reyna að teikna:
„Eins og þið sjáið er ég þarna komin með … ætli þetta sé píkutryllir? Mögulega geitaskegg. Ofvaxinn píkutryllir skulum við segja og ég held að þetta séu álfaeyru frekar en horn en ég get náttúrulega ekki vitað hvað okkar maður var að hugsa.“
Ragnhildi Öldu virðist vera nokkuð skemmt yfir tilburðum Einars og telur þá sanna að hún hafi náð að hafa verulega áhrif á borgarstjórann með andstöðu sinni í minnihlutanum í borgarstjórn:
„Þannig að þetta er náttúrulega svolítið merkilegt. Það er ekkert öllum sem tekst að hafa svona mikil áhrif á fólk. Þannig að ég ætla að sjálfsögðu að setja þetta í ramma.“
Myndbandið endar á því að Ragnhildur Alda sýnir síðuna úr Morgunblaðinu með greininni og meðfylgjandi myndinni, sem Einar er búinn að teikna á, innrammaða. Hún segist ætla að fara með rammann niður í Ráðhús Reykjavíkur og sýna öðrum borgarfulltrúum og kanna hvort þeim sé ekki jafn skemmt og henni. Það fylgir ekki sögunni hvort sú hafi verið raunin en myndbandið endar á því að sjá má rammann með teikningu Einars á fundarborði borgarráðs.
Myndbandið þar sjá má afrasktur skopmyndagerðar borgarstjórans af borgarfulltrúanum er hér fyrir neðan.
@ragnhilduraldaVar maðurinn að teikna djöful 😈, geitakarl 🐐 eða kannski vampírukarl? 🧛♀️ það er stóra spurningin… 👨🏻🎨♬ Jazz Bossa Nova – TOKYO Lonesome Blue