fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Umdeildur vararíkisstjóri gæti reynst Trump dýrkeyptur eftir klámsíðu-skandal – „Já ég er perri“

Pressan
Föstudaginn 20. september 2024 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vararíkisstjóri Norður-Karólínu, Mark Robinson, vonast til þess að verða ríkisstjóri, en hann er að bjóða sig fram fyrir repúblikanaflokkinn. Robinson er þó mjög umdeildur fyrir öfgafullar skoðanir sínar. Hann er að koma illa út í skoðanakönnunum og nú er jafnvel óttast að hann muni verða til þess að Trump tapi Norður-Karólínu.

Robinson komst á dögunum í klípu eftir að fjölmiðlar birtu skilaboð sem vararíkisstjórinn er sakaður um að hafa skrifað á klámsíðu fyrir rúmum áratug, þegar hann var enn húsgagnasali og hafði ekki snúið sér að stjórnmálum. Þar er Robinson sagður hafa kallað sjálfan sig „svartan nasista“, hann hafi komið þrælahaldi til varna og skrifað færslur um hvað hann elski að horfa á klám með trans fólki. Þetta þykir sérstaklega athyglisvert þar sem Robinson hefur harðlega mótmælt réttindabaráttu kynsegin og hinsegin fólks.

CNN birti fréttina um ummælin en rannsókn þeirra benti til þess að þau hafi komið frá Robinson, en fréttastofan sýndi fram á að eigandi ummælanna notaði notendanafn sem Robinson hefur sjálfur notað á sínum samskiptamiðlum og eins að aðgangurinn var tengdur við netfang í eigu Robinson.

CNN greinir frá því að ummælin hafi fallið á árunum 2008-2012 og mörg þeirra þóttu of gróf til birtingar. Vefsíðan kallast „Nude Africa“ og er klámsíða þar sem eins má finna spjallsvæði. Þar er Robinson sagður hafa meðal annars lýst því hvernig hann æsist kynferðislega með því að njósna um konur í almenningssturtum þegar hann var unglingur. Hann hafi eins lýst því að hann elski að horfa á klám sem inniheldur trans konur. Á öðrum stað var umræða um hollywood-stjörnu sem fór í þungunarrof. Þar sagðist Robinson vera slétt sama um þungunarrofið, það eina sem hann vildi var að sjá kynlífsupptökur af téðri stjörnu.  Hann sagðist eins ekki vera hluti af rasísku-samtökunum KuKuxKlan en það væri bara vegna þess að samtökin hleypa ekki svörtu fólki inn í félagsskapinn. Loks notaði hann hatursfull orð í garð samkynhneigðra karlmanna.

Dæmi um fleiri ummæli: „Ég tæki Hitler framyfir skíthælana sem eru í Washington núna“, „Og já ég er perri líka“ og „Þrælahald er ekki slæmt. Sumir eiga að vera þrælar. Ég vildi að þeir lögleiddu þrælahald aftur. Ég myndi allavega kaupa mér nokkra“

Robinson þverneitar fyrir málið, en CNN rakti með ítarlegum hætti hvernig fréttastofan tengdi Robinson við umræddan notanda á Nude Africa og að mati blaðamanna er erfitt fyrir Robinson að þræta fyrir málið. Framboð Trump mun vera uggandi vegna málsins, en það er Trump mjög mikilvægt að sigra Norður-Karólínu í kosningunum í nóvember. New Republic greinir frá því að þeim skilaboðum hafi verið komið til Robinson að hann sé ekki lengur velkominn á kosningafundi Trump eða varaforsetaframbjóðanda hans, JD Vance. Robinson átti einmitt að mæta á slíkan fund hjá Vance á miðvikudaginn en afboðaði sig á síðustu stundu með vísan til þess að hann væri veikur. Politico ræddi þó við heimildarmann innan framboðsins sem segja að Trump sé  hvorki ekki að krefja Robinson um að halda sig frá kosningaviðburðum eða að leggja að honum að stíga til hliðar.

Málið varð eins til þess að aðrir miðlar fóru að grafast fyrir um Internet-hegðun Robinson en Politico fann netfang vararíkisstjórnas á framhjáhalds-síðunni Ashley Madison.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju
Pressan
Í gær

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli
Pressan
Í gær

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir
Pressan
Í gær

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notaði ekki reiðhjólahjálm – Kostaði hann hálft höfuðið

Notaði ekki reiðhjólahjálm – Kostaði hann hálft höfuðið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextán ára piltur var úti að hjóla þegar ógæfan bankaði upp á

Sextán ára piltur var úti að hjóla þegar ógæfan bankaði upp á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ísraelsmenn segja fólki að forða sér – árásir yfirvofandi

Ísraelsmenn segja fólki að forða sér – árásir yfirvofandi