fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Leynilegu kerfi var komið á til að hylma yfir margvísleg brot lögreglumanna

Pressan
Sunnudaginn 22. september 2024 21:30

Þinghús Kaliforníu í höfuðborginni Sacramento en fjöldi lögregluembætta í ríkinu hefur haldið hlífiskildi yfir lögreglumönnum sem hafa gerst brotlegir. Mynd: Radomianin / Wikimedia Commons / CC BY-SA 4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamenn The San Francisco Chronicle hafa afhjúpað sérstakt kerfi sem komið var á meðal fjölda lögregluembætta í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Fólst þetta kerfi í að hylmt var með kerfisbundnum hætti yfir ýmis brot, þar á meðal lögbrot, hundruða lögreglumanna í starfi. Fólst kerfið meðal annars í því að gert var samkomulag milli embætta og lögreglumanna sem höfðu brotið af sér að þeir skyldu teljast vera með hreinan skjöld svo lengi sem þeir létu sjálfviljugir að störfum og gátu þeir þá margir hverjir farið að vinna hjá öðrum lögregluembættum undir því yfirskini að þeir væru með flekklausan feril. Í sumum tilfellum fengu hinir brotlegu að fara á örorkubætur.

Upplýsingar um þetta kerfi voru hins vegar til í skriflegu formi í skjalasöfnum yfirvalda og fengu fréttamennirnir aðgang að hluta skjalana.

Kerfið á sér nokkurra áratuga sögu og fjölmörg lögregluembætti um allt ríkið hafa gert slíkt samkomulag við lögreglumenn sem hafa gerst brotlegir í starfi.

Alltaf haldið leyndu

Í umfjölluninni eru tekin þó nokkur dæmi. Þar á meðal er lögreglumaður að nafni Hossep Ourjanian. Fyrir 25 árum gerði Los Angeles-sýsla, þar sem hann starfaði þá sem lögreglumaður, samkomulag við Ourjanian um að hylma yfir að hann hefði gerst sekur um heimilisofbeldi og að ljúga því að hann væri á heræfingu til að fá frí úr vinnu. Skilyrðið var að hann myndi hætta sjálfviljugur. Síðan þá hefur Ourjanian starfað hjá um tug lögregluembætta í Kaliforníu. Á einum stað var hann sakaður um ofbeldi gegn barni, meinsæri og ólögmæt afskipti af vitnisburði. Á öðrum stað var hann sakaður um fjárdrátt. Í hvert sinn sem hann braut af sér hætti hann gegn því skilyrði að brotum hans yrði haldið leyndum. Síðan sótti hann um starf hjá öðru lögregluembætti og þegar hringt var þaðan á gamla vinnustaðinn til að kanna hvort Ourjanian myndi fá meðmæli var yfirleitt ekkert látið uppi um brot hans. Svona gekk þetta í aldarfjórðung.

Að minnsta kosti 163 lögregluembætti í Kaliforníu gerðu slíka samninga við alls 297 brotlega lögreglumenn en heildartalan er líklega mun hærri þar sem þriðjungur lögregluembætta sem fréttamennirnir höfðu samband við neituðu að veita aðgang að samningunum á grundvelli laga um friðhelgi einkalífs.

Meðal glæpa lögreglumannanna sem hylmt var yfir voru kynferðisbrot. Um helmingur þeirra fékk starfslokagreiðslur en sú hæsta nam 3,1 milljón dollara (424 milljónum íslenskra króna).

Lögreglustjórar sem rætt var við vísuðu einkum í hversu erfitt sé samkvæmt lögum í Kaliforníu að segja opinberum starfsmönnum upp. Það hafi verið ódýrari valkostur að gera þessa samninga.

Af þessum 297 sem brutu af sér gátu 108 fengið störf hjá öðrum lögregluembættum, sem fangaverðir eða sem öryggisverðir í krafti samninganna um að misgjörðum þeirra yrði haldið leyndum. Margir þeirra eru enn starfandi sem lögreglumenn.

Umfjöllun The San Francisco Chronicle í heild sinni er hægt að nálgast hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju
Pressan
Í gær

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notaði ekki reiðhjólahjálm – Kostaði hann hálft höfuðið

Notaði ekki reiðhjólahjálm – Kostaði hann hálft höfuðið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextán ára piltur var úti að hjóla þegar ógæfan bankaði upp á

Sextán ára piltur var úti að hjóla þegar ógæfan bankaði upp á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ísraelsmenn segja fólki að forða sér – árásir yfirvofandi

Ísraelsmenn segja fólki að forða sér – árásir yfirvofandi