fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. september 2024 16:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til breytinga á lögum um sorgarleyfi. Lögin gilda í dag um foreldra sem verða fyrir því að missa barn en með breytingunum stendur meðal annars til að rétturinn til sorgarleyfis gildi einnig um foreldra sem missa maka sinn. Hins vegar verður girt fyrir það með frumvarpinu að foreldri sem veldur dauða barns síns geti nýtt sér rétt til sorgarleyfis.

Í kynningu á efni frumvarpsins segir að rík ástæða sé til að styðja enn frekar við foreldra á innlendum vinnumarkaði í kjölfar áfalla með því að sorgarleyfi nái einnig til foreldra sem verða fyrir missi maka. Ljóst þyki að foreldri sem styðji við syrgjandi barn á sama tíma og það syrgir sjálft maka sinn upplifi mikið álag og þyki því mikilvægt að veittur sé stuðningur og aukið svigrúm til sorgarúrvinnslu við slíkar aðstæður. Með frumvarpinu sé þannig lagt til að foreldri sem verði fyrir því að hjúskapar- eða sambúðarmaki andist geti átt rétt á sorgarleyfi eða sorgarstyrk í allt að sex mánuði en samkvæmt gildandi lögum getur foreldri átt rétt á sorgarleyfi eða sorgarstyrk vegna barnsmissis, andvanafæðingar eða fósturláts.

Einnig stendur til að auka þann rétt sem foreldrar sem missa barn hafa nú þegar. Samkvæmt frumvarpinu mun foreldri sem hefur verið í samfelldu starfi í allt að sex mánuði frá þeim degi er andvanafæðing á sér stað eftir 22 vikna meðgöngu, eiga rétt á sex mánaða sorgarleyfi eða sorgarstyrk en samkvæmt núgildandi lögum á foreldri rétt á þriggja mánaða sorgarleyfi eða sorgarstyrk við slíkar aðstæður. Enn fremur er lagt til foreldri geti átt sjálfstæðan rétt til sorgarleyfis eða sorgarstyrks í allt að þrjá mánuði frá þeim degi sem fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu á sér stað en samkvæmt gildandi lögum er miðað við tveggja mánaða sorgarleyfi við slíkar aðstæður.

Foreldri sem veldur dauða barns eða maka er svipt réttinum

Enn fremur  er lagt til með frumvarpinu að verði foreldri fyrir andvanafæðingu eða barnsmissi, þar sem viðkomandi barn er yngra en 24 mánaða, verði foreldrinu heimilt að óska eftir að við útreikning Vinnumálastofnunar á mánaðarlegri greiðslu á grundvelli laganna verði tekið mið af tekjum viðkomandi á viðmiðunartímabili samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof.

Sömuleiðis er í frumvarpsdrögunum lagt til að skýrt verði kveðið á um að réttur til greiðslna á grundvelli laganna stofnist ekki vegna barnsmissis eða makamissis hafi foreldri, að mati dómstóls, framið brot á ákvæðum almennra hegningarlaga með því að valda dauða maka síns eða barns.

Ekkert slíkt ákvæði er að finna í núgildandi lögum um sorgarleyfi.

Hægt er að senda inn umsagnir um frumvarpsdrögin fram til 2. október næstkomandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“