fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Þórður Snær byrjar með Kjarnyrt fréttabréf

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. september 2024 11:24

Þórður Snær Júlíusson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef skrifað greiningar og skoðanapistla um samfélagsmál í vel á annan áratug og langaði til að gera það áfram. Þetta virtist vera ágætis leið til að gera það,“

segir Þórður Snær Júlíusson blaðamaður í samtali við DV, en á morgun fer fyrsta fréttabréf hans í loftið. 

„Það heitir Kjarnyrt og þar ætla ég að birta reglulega greiningar og pistla um samfélagið, stjórnmál, efnahagsmál og viðskipti. „Bottom-up“ með hagsmuni heildarinnar og neytenda að leiðarljósi, ekki „top-down“ með sérhagsmuni þröngra valdakjarna í forgrunni,“ segir Þórður Snær á Facebook-síðu sinni. 

Þórður Snær stofnaði Kjarnann fyrir rúmlega ellefu árum og var ritstjóri hans þar til fjölmiðillinn sameinaðist Stundinni og varð að Heimildinni í lok árs 2022. Þar starfaði Þórður Snær sem annar ritstjórinn þar til í lok júlí í ár þegar hann tilkynnti að tími væri kominn til að skipta um takt og hann léti af störfum sem ritstjóri Heimildarinnar.

Aðspurður um hvort fréttabréfið Kjarnyrt verði í takt við fyrri greiningar þínar á Kjarnanum eða hann ætli að feta nýjar slóðir segir Þórður Snær:

„Ég held að þeir sem hafa fylgst með mér hingað til muni kannast vel við efnistökin en ég ætla líka að reyna að einskorða mig ekki við að benda á það sem er að, heldur vera lausnarmiðaðri og lyfta því sem vel er gert.“

Þórður Snær segir stefna að því að senda fréttabréf að minnsta kosti tvisvar í viku. Skráning er algjörlega frítt án skuldbindinga.

„Gerið það endilega sem flest, og sem fyrst. Ég yrði líka þakklátur ef þið gætuð deilt, deilt, deilt eins og vindurinn,“ segir Þórður Snær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?