fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Sprengja undir dómskerfinu í Mexíkó – Ætlar að reka alla dómara landsins

Pressan
Fimmtudaginn 19. september 2024 07:30

Frá Mexíkóborg. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mexíkóska ríkisstjórnin er hugsanlega komin út á ansi hálan ís því hún hyggst reka alla 7.000 dómara landsins úr embætti. Fram að þessu hafa dómarar verið skipaðir á grunni  lögfræðimenntunar, þekkingar þeirra á lögum og reynslu. En ríkisstjórnin hyggst falla frá þessu.

Ef áformin ná fram að ganga, munu allir þeir sem hafa lokið lagaprófi geta boðið sig fram til dómaraembættis  en kosið verður í embættin.

Þessar róttæku breytingar ná yfir öll dómstig landsins, allt frá forseta hæstaréttar niður til héraðsdómara.

López Obrador, forseti, segir að þetta sé eina leiðin til að útrýma hinni miklu spillingu sem einkenni dómskerfið. Gagnrýnendur telja að nýja fyrirkomulagið með að láta almenning kjósa dómara, sé ógn við lýðræðið í landinu.

Frumvarpið um þetta var samþykkt með auknum meirihluta á þingi landsins í síðustu viku eftir að æstir andstæðingar þess höfðu ráðist inn í þinghúsið.

Nú þurfa ríki landsins að staðfesta lögin en það er líklega formsatriði eitt því Morena-bandalagið, sem Obrador forseti fer fyrir, vann stórsigur í kosningunum í júní.

Hann lætur þó af embætti 1. október því hann mátti ekki bjóða sig fram á nýjan leik. Claudia Sheinbaum tekur við forsetaembættinu þá og verður fyrsta konan til að gegna því. Hún styður nýju lögin.

Í nýjustu samantekt samtakanna Transparency International vermir Mexíkó 126. sætið á listanum yfir spilltustu lönd heims.

Orbrado kynnti breytingarnar á síðasta ári eftir að hæstiréttur hafði komið í veg fyrir sumar af pólitískum aðgerðum hans, til dæmis hvað varðar stækkun kjörstjórnar landsins. Sumir sérfræðingar telja að Orbrado sé að hefna sín á hæstarétti með því að reka alla dómara landsins úr embætti.

Pólitískir andstæðingar hans telja ekki að spilling sé raunverulega ástæðan fyrir breytingunum. Hin raunverulega ástæða sé að forsetinn og Morena-bandalagið séu að reyna að styrkja völd sín með því að gera dómskerfið pólitískt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju
Pressan
Í gær

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli
Pressan
Í gær

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir
Pressan
Í gær

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notaði ekki reiðhjólahjálm – Kostaði hann hálft höfuðið

Notaði ekki reiðhjólahjálm – Kostaði hann hálft höfuðið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextán ára piltur var úti að hjóla þegar ógæfan bankaði upp á

Sextán ára piltur var úti að hjóla þegar ógæfan bankaði upp á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ísraelsmenn segja fólki að forða sér – árásir yfirvofandi

Ísraelsmenn segja fólki að forða sér – árásir yfirvofandi