fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Segir þetta hafa eyðilagt Íslandsferðina

Fókus
Miðvikudaginn 18. september 2024 19:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður á Íslandi segir á samfélagsmiðlinum Reddit að ferðin hafi hreint út sagt verið ömurleg. Hann segir að um sé að kenna fyrirbrigði sem Íslendingar eru ansi vanir að kvarta undan.

Maðurinn segir að ferðin hafi staðið undanfarna fjóra daga en hann sé staddur á landinu ásamt eiginkonu sinni:

„Við komum til að ganga í náttúrunni og skoða kennileiti en veðrið hefur verið svo slæmt að við höfum varla getað séð neitt.“

Maðurinn tekur ekki fram hvar á landinu hann er staddur en fullyrðir að ekki sé útlit fyrir að veðrið muni skána það sem eftir er ferðarinnar. Hann óskar eftir tillögum um hvað þau hjónin geti gert í staðinn fyrir gönguna til að gera gott úr hálf ónýtri ferð. Frábiður hann sér athugasemdir um að það eina sem gildi sé að klæða sig eftir veðri:

„Rigningin angrar mig ekkert svo mikið, við getum höndlað hana en við getum bókstaflega ekki séð neitt út af þokunni.“

Segist maðurinn sérstaklega svekktur yfir því að þessar aðstæður hafi komið í veg fyrir að þau hjónin hafi getað séð norðurljósin.

Alltaf falleg

Í athugasemdum er manninum meðal annars ráðlagt að fara í sund, skoða hveri, fara í Bláa lónið eða á annan sambærilegan stað, heimsækja söfn og kirkjur og einn aðili ráðleggur honum að ef allt bregðist þá sé best að leggjast í dagdrykkju.

Einn aðili segir að veður verði gott á Snæfellsnesi á morgun og á föstudaginn. Samkvæmt veður.is verður hægur vindur en skýjað og eitthvað um rigningu á Snæfellsnesi þessa daga en umræddur aðili bætir síðan við:

„Ég mæli með Hvammsvík á slæmum degi. Hún er alltaf falleg jafnvel í þoku.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024