fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Augnlæknir í Beirút upplifði martröð í vinnunni í gær

Pressan
Miðvikudaginn 18. september 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elias Warrak, sérfræðingur í augnlækningum við Mount Lebanon-háskólasjúkrahúsið í Beirút í Líbanon, segist hafa átt afar erfiðan dag í vinnunni í gær.

Eins og greint hefur verið frá létust tólf og hátt í þrjú þúsund særðust þegar Ísraelsmenn komu fyrir sprengiefni í símboðum liðsmanna Hizbollah-samtakanna. Talið er að Ísraelsmenn hafi verið þarna að verki og þeir komið sprengiefninu fyrir í símboðunum áður en þeim var svo dreift til liðsmanna Hizbollah fyrr á þessu ári. Símboðarnir sprungu svo allir nær samtímis.

Á samfélagsmiðlum mátti sjá myndir af illa slösuðum liðsmönnum samtakanna og voru margir til dæmis illa farnir á höndum og í andliti.

Breska ríkisútvarpið, BBC, ræddi við Warrak og hann lýsti ástandinu á sjúkrahúsinu í gær sem algjörri martröð. Segist hann hafa þurft að fjarlægja fleiri augu í gær en hann hefur gert samtals á 25 ára ferli sínum sem augnlæknir.

„Þetta var hrikalega erfitt. Flestir þeirra sem komu voru ungir karlmenn á þrítugsaldri og í sumum tilfellum þurfti ég að fjarlægja bæði augun,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift