fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Ískyggileg lokaorð hjúkrunarfræðingsins við móður

Fókus
Miðvikudaginn 18. september 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby var dæmd í ævilangt fangelsi í fyrra.

Niðurstaða dómstólsins var að hún hefði með köldu blóði myrt sjö kornabörn og reynt að myrða sex til viðbótar á fyrirburadeild sjúkrahúss í Chester þar sem hún starfaði.

Nú hins vegar efast einhverjir um sekt Lucy. The New Yorker birti þrettán þúsund orða grein sem hefur vakið upp spurningu um hvort Lucy hafi í raun myrt börnin.

Sjá einnig: Lucy var dæmd fyrir að hafa myrt sjö kornabörn – Nú er spurt hvort hún sé í raun saklaus

Orðin ásækja hana

Móðir barns, sem Lucy var dæmd fyrir að hafa orðið að bana, segir að orð Lucy við hana, á meðan barn hennar var að deyja, ásæki hana og sýni fram á sekt hennar.

Konan var á spítalanum og vakin um miðja nótt og látin vita að ástand sonar hennar væri slæmt. Það var farið með hana á fyrirburadeildina þar sem hjúkrunarfræðingar reyndu endurlífgun.

Á meðan því stóð spurði einn hjúkrunarfræðingur hana: „Viltu að ég hringi í prest?“

„Þó svo að ég væri í þessum aðstæðum, að það væri verið að reyna endurlífgun á syni mínum, þá var ég enn svo rugluð og vissi ekki hvað væri í gangi, og mér var ekki búið að detta í hug – fyrr en hún spurði mig – að það væri möguleiki að hann myndi deyja,“ sagði konan við opinbera rannsókn málsins.

„Ég spurði hana, ég sagði: „Heldurðu að hann sé að deyja?“ Og hún sagði: „Já, ég held það.“ Á þeim tíma, þú veist, eins og ég segi, ég vissi ekki hvað hún hét og ég hafði aldrei séð hana áður. En ég trúi því að þetta hafi verið Lucy Letby.“

Letby var dæmd fyrir að hafa myrt drenginn þegar hann var fjögurra daga gamall með því að sprauta lofti í maga hans, í gegnum næringarslönguna, í júní árið 2015. Drengurinn fæddist tíu vikum fyrir tímann og þó hann hafi verið lítill þá var talið að hann myndi lifa, og kom það því læknum verulega á óvart þegar ástand hans snarversnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl