fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Læknir varar við nýju „heilsutrendi“ sem hefur reynst öðrum banvænt

Fókus
Miðvikudaginn 18. september 2024 12:24

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vert er að taka öllum heilsutrendum með fyrirvara. Sérstaklega þegar einhver, sem er hvorki læknir né menntaður sérfræðingur á þessu sviði, lofar öllu fögru.

Kaffi-stólpípa (e. coffee enema) er eitt af því sem hefur verið að færast í aukana undanfarið. Sumir lofa heilsueflandi áhrif þess í myndböndum á TikTok og ganga svo langt að segja að þetta bæti meltingu, hreinsi lifrina og eiturefni úr líkamanum og meira að segja bæti andlega heilsu.

Það eru engin vísindaleg sönnunargögn sem staðfesta þessar fullyrðingar.

Læknirinn Dr. Idz vakti athygli á þessu á TikTok, þar sem hann er með tæplega tvær milljónir fylgjenda.

@dr_idz @Happy Bum Co ❗️DO A COFFEE ENEMA TODAY!! 😱❌💩 #weightloss #fatloss #nutrition #fitness ♬ original sound – Dr Idz (MBBS, MRes, Dip IBLM)

„Plís, ekki setja kaffi beint inn í rassinn,“ segir hann.

Hann segir að vissulega geti þetta hjálpað fólki að losa um hægðir, þar sem kaffi er örvandi. En það séu til betri og hættuminni lausnir.

„Það eru engin gögn sem gefa til kynna að þetta sé góð eða langtíma lausn. Það eru reyndar til gögn um tilvik [þar sem fólk hefur orðið mjög veikt eða dáið].

Árið 2013 vakti Trina og eiginmaður hennar Mike mikla athygli, en þau sögðust bæði vera háð kaffi-stólpípum.

Tvær konur, 46 ára og 37 ára, dóu eftir að hafa framkvæmt kaffi-stólpípur á sér.

„Þær köstuðu upp, fengu svima og flog og hjartaáfall. Þetta gerðist því kaffið orsakaði saltþurrð og ofhleðslu vökva,“ segir hann.

Rannsóknin komst að því að það er algengt að fólk fái ristilbólgu í kjölfar kaffi-stólpípu, hins vegar fundust engin gögn sem sýndu fram á ávinning þess að sprauta kaffi inn í endaþarminn.

„Ef lífsstílsfyrirtæki eru að nota tískuorð eins og „detox fyrir lifrina“ til að fá þig til að kaupa eitthvað, ekki staldra við og skrollaðu áfram,“ segir hann.

Þegar kemur að því að bæta meltinguna segir Dr. Idz skipta mestu máli að drekka nóg vatn, borða nóg af trefjum og hreyfing.

„Og ræddu við lækninn þinn ef þú þarft frekari aðstoð,“ segir hann.

Háð kaffi stólpípum

Árið 2013 vakti Trina og eiginmaður hennar Mike mikla athygli. Þau komu fram í þættinum My Strange Addiction á sjónvarpsstöðinni TLC og sögðust bæði vera háð kaffi-stólpípum. Ekki er vitað um heilsu þeirra í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“
Fókus
Í gær

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“
Fókus
Í gær

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birtir fleiri einstakar myndir úr fórum hermanns sem var á Íslandi á sjötta áratugnum

Birtir fleiri einstakar myndir úr fórum hermanns sem var á Íslandi á sjötta áratugnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás