fbpx
Miðvikudagur 18.september 2024
Pressan

Svona fóru Ísraelsmenn að því að sprengja liðsmenn Hizbollah í gær

Pressan
Miðvikudaginn 18. september 2024 07:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ringulreið greip um sig í Líbanon í gær þegar símboðar liðsmanna Hizbollah sprungu samtímis um miðjan dag með þeim afleiðingum að minnst níu létust og tæplega þrjú þúsund særðust.

Árás af þessu tagi á sér ekki hliðstæðu en bandaríska stórblaðið New York Times greinir frá því að Ísraelsmenn hafi verið að baki árásinni. Í fyrstu var talið að símboðarnir hafi verið framleiddir í Taívan og þeir svo sendir til Líbanons en umrætt fyrirtæki í Taívan sem sagt var hafa framleitt símtækin, Gold Apollo, segir að þeir hafi verið framleiddir í Ungverjalandi. Gold Apollo hafi heimilað notkun á nafni fyrirtækisins.

Hvað sem því líður er ljóst að árásin hefur krafist mikils undirbúnings en New York Times segir frá því að átt hafi verið við símboðana áður en þeim var dreift til liðsmanna Hizbollah.

Blaðið segir frá því að um 30 til 50 grömm af sprengiefni hafi verið komið fyrir í símboðunum við hliðina á rafhlöðunni ásamt hvellhettum sem gerði það að verkum að hægt var að virkja sprengiefnið með einni aðgerð úr mikilli fjarlægð. Segir New York Times að sprengiefnið hafi verið virkjað með skilaboðum sem virtust koma frá æðstu ráðamönnum Hizbollah.

Óhugnanlegar myndir birtust á samfélagsmiðlum í gær þar sem sjá mátti mikla ringulreið á sjúkrahúsum í Beirút, höfuðborg Líbanons, þar sem illa slasaðir liðsmenn Hizbollah leituðu sér aðstoðar. Þá mátti sjá upptöku úr minnst einni öryggismyndavél þar sem sést hvernig símboði eins liðsmanns samtakanna springur þar sem hann er staddur í verslun.

Það voru ekki bara vopnaðir liðsmenn samtakanna sem slösuðust í árásinni því að minnsta kosti eitt barn er í hópi látinna. Þá slösuðust fleiri börn lífshættulega sem og gamalmenni.

Hizbollah-samtökin hafi heitið því að hefna fyrir árásina en tekið skal fram að Ísraelsmenn hafa ekki enn gengist við árásinni.

AP segir frá því að símboðarnir sem sprungu hafi verið framleiddir fyrir mörgum mánuðum og virkað fullkomlega síðustu sex mánuði hið minnsta. Bent er á það að aðalritari samtakanna, Hassan Nasrallah, hafi hvatt liðsmenn Hizbollah til að notast frekar við símboða en farsíma af ótta við að erlendar þjóðir, Ísraelsmenn þar á meðal, myndu ná að komast inn í samskipti liðsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Drama í skákinni – Notaðir smokkar og klám

Drama í skákinni – Notaðir smokkar og klám
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur grunaður um að hafa skotið þrennt til bana

Unglingur grunaður um að hafa skotið þrennt til bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Galnar samsæriskenningar um frammistöðu Kamala Harris í kappræðunum

Galnar samsæriskenningar um frammistöðu Kamala Harris í kappræðunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þurftu 190 þúsund lítra af vatni til að slökkva í Teslu-flutningabíl

Þurftu 190 þúsund lítra af vatni til að slökkva í Teslu-flutningabíl