Það fór fram ótrúlegur leikur í enska deildabikarnum í gær er Preston sló úrvalsdeildarlið Fulham úr keppni.
Stefán Teitur Þórðarson lék með Preson í viðureigninni en hann var tekinn af velli eftir 68 mínútur.
Preston er í næst efstu deild Englands og tókst að vinna viðureignina eftir vítaspyrnukeppni.
Vítakeppnin var hreint út sagt ótrúleg en Preston hafði betur að lokum 17-16 þar sem aðeins einn leikmaður liðsins klikkaði á punktinum.
Það var Timothy Castagne sem klúðraði síðustu spyrnu Fulham sem kostaði liðið að lokum.