Bayern Munchen fór svo sannarlega á kostum í kvöld er liðið mætti Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni.
Bayern skoraði níu mörk á heimavelli en enski landsliðsframherjinn Harry Kane gerði fjögur af þeim.
Kane skoraði þrjú af sínum mörkum úr vítaspyrnu en staðan var 3-0 fyrir Bayern í hálfleik – liðið bætti svo við sex í seinni hálfleik.
Liverpool vann sinn leik gegn AC Milan en Christian Pulisic kom þeim ítölsku yfir eftir þrjár mínútur.
Liverpool sneri taflinu þó við og vann 3-1 sigur og byrjar deildakeppnina í Meistaradeildinni vel.
Real Madrid vann Stuttgart 3-1, Aston Villa lagði Young Boys 3-0, Juventus hafði betur gegn Stuttgart 3-1 og þá vann Sporting lið Lille 2-0.