fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

Fleiri fá réttarstöðu sakbornings í Símamálinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2024 17:51

Arnar Þórisson og Þóra Arnórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri blaðamenn bætast á lista þeirra sem eru með réttarstöðu sakbornings í símamáli Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Arnar Þórisson, yfirframleiðandi fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV og Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar og fyrrum ritstjóri Kveiks, voru yfirheyrð vegna málsins í síðustu viku. Þóra hefur áður verið yfirheyrð, en þetta er í fyrsta sinn sem Arnar er boðaður til yfirheyrslu.

Gögn úr síma Páls voru hluti af umfjöllun fjölmiðla um skæruliðadeild Samherja. Heimildin var fyrst til að fjalla um málið, og aðrir miðlar tóku umfjöllunina upp, þar á meðal RÚV.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang við rannsókn málsins, bæði af blaðamönnum sem hafa réttarstöðu sakborninga, og Páli sjálfum, en rúm þrjú ár eru liðin frá því umfjöllun birtist fyrst um málið.

Samkvæmt heimildum DV áætlar lögreglan á Norðurlandi eystra að niðurstaða rannsóknar muni liggja fyrir eftir 2 til 3 vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Í gær

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara
Fréttir
Í gær

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband
Fréttir
Í gær

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“