Arne Slot stjóri Liverpool setti fram ummæli í gær sem hafa fengið nokkra stuðningsmenn Liverpool til að efast um kauða.
Slot tapaði sínum fyrsta leik hjá Liverpool gegn Nottingham Forest um liðna helgi á heimavelli.
Slot fékk gagnrýni á sig eftir leik fyrir það að spila alltaf á sama liðinu en sá hollenski tekur ekki undir það.
„Hjá Feyenoord var ég lítið að breyta liðinu, það er of mikil einföldun að setja eitt tap á það,“ segir Slot og margir leggja orð í belg á samfélagsmiðlum og segja ekki hægt að ræða um Liverpool og Feyenoord á sama tíma.
„Það voru of margir leikmenn í þessum leik sem voru ekki á eðlilegu getustigi.“
„Þetta hafði meira með það að gera að andstæðingurinn gerði okkur erfitt fyrir.“
Það er búist við því að Slot geri þó einhverjar breytingar á byrjunarliði sínu þegar Liverpool mætir AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld.