fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Maðurinn sem ætlaði að drepa Trump þótti of ruglaður fyrir úkraínska herinn

Pressan
Þriðjudaginn 17. september 2024 13:30

Ryan Routh var handtekinn á sunnudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Wesley Routh, sem var handtekinn á sunnudag vegna gruns um að hafa ætlað að ráða Donald Trump af dögum, reyndi að ganga í úkraínska herinn í fyrra til að taka þátt í baráttunni gegn Rússum.

Ryan mætti til Úkraínu í fyrra þar sem hann hugðist láta til sín taka og skrá sig í úkraínska herinn. New York Post greinir frá þessu og segir að Ryan hafi verið „ýtt í burtu“ af öðrum reyndari útlendingum sem höfðu skráð sig í herinn og þeir afskrifað hann sem einhvers konar brjálæðing (e. wack job).

Ætlaði að ráða Trump af dögum: Sonur hans segir að hann sé frábær pabbi og alls ekki ofbeldisfullur

„Algjör fábjáni og þetta kemur engum á óvart. Það er svona fólk sem kemur hingað og vill virkilega hjálpa og hafa einhvern tilgang. Hann var einn af þessum náungum en aðeins ruglaðri en aðrir,“ segir bandarískur hermaður sem tekið hefur þátt í stríðinu í Úkraínu.

Tekið er fram í umfjöllun Post að Ryan hafi ekki haft neina reynslu sem hermaður. Hann mætti til Úkraínu í mars á síðasta ári og taldi að hann gæti orðið að liði. Eftir að úkraínska útlendingahersveitin hafði hafnað honum er hann sagður hafa reynt að fá annað starf hjá hernum en án árangurs.

Er hann meðal annars sagður hafa reynt að hafa milligöngu um að afganskir eða pakistanskir karlmenn færu til Úkraínu í þeim tilgangi að skrá sig í herinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar