Ryan mætti til Úkraínu í fyrra þar sem hann hugðist láta til sín taka og skrá sig í úkraínska herinn. New York Post greinir frá þessu og segir að Ryan hafi verið „ýtt í burtu“ af öðrum reyndari útlendingum sem höfðu skráð sig í herinn og þeir afskrifað hann sem einhvers konar brjálæðing (e. wack job).
Ætlaði að ráða Trump af dögum: Sonur hans segir að hann sé frábær pabbi og alls ekki ofbeldisfullur
„Algjör fábjáni og þetta kemur engum á óvart. Það er svona fólk sem kemur hingað og vill virkilega hjálpa og hafa einhvern tilgang. Hann var einn af þessum náungum en aðeins ruglaðri en aðrir,“ segir bandarískur hermaður sem tekið hefur þátt í stríðinu í Úkraínu.
Tekið er fram í umfjöllun Post að Ryan hafi ekki haft neina reynslu sem hermaður. Hann mætti til Úkraínu í mars á síðasta ári og taldi að hann gæti orðið að liði. Eftir að úkraínska útlendingahersveitin hafði hafnað honum er hann sagður hafa reynt að fá annað starf hjá hernum en án árangurs.
Er hann meðal annars sagður hafa reynt að hafa milligöngu um að afganskir eða pakistanskir karlmenn færu til Úkraínu í þeim tilgangi að skrá sig í herinn.