Erik ten Hag segir að Antony sé ekki að æfa nógu vel og sökum þess fái hann lítið sem ekkert að spila í upphafi móts.
Antony hefur aðeins komið við sögu í einum leik í upphafi tímabils og voru það nokkrar mínútur gegn Brighton.
Antony var keyptur til United fyrir rúmum tveimur árum fyrir mikla fjármuni frá Ajax, barðist Ten Hag mikið fyrir því að fá hann.
„Við æfum á hverjum degi og þar vinna leikmenn sér inn tækifæri;“ segir Ten Hag.
„Þegar leikmenn gera réttu hlutina þar, eru með rétt viðhorf og þeir æfa vel þá fá þeir að spila.“
Það er þó búist við því að Antony fái tækifæri gegn Barnsley í enska deildarbikarnum í kvöld.
🚨🇧🇷 Ten Hag on Antony with just one appearance so far: “We have training every day and the players have to earn the right to play”.
“When players are doing the right things in training, when the attitude is good and they show performance in training then they will earn the… pic.twitter.com/nHtihtll87
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 16, 2024