fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Hefur heimsótt öll lönd Evrópu: Þetta eru þau bestu og verstu að hans mati – Ísland ekki ofarlega á blaði af einni ástæðu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. september 2024 17:30

Luca elskar að ferðast. Skjáskot Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luca Pferdmenges, 22 ára Þjóðverji, hefur ferðast víðar um Evrópu en flestir. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann ferðast til allra þeirra 44 landa sem teljast alfarið til Evrópu.

Luca, sem er vinsæll á samfélagsmiðlum þar sem hann gefur góð ferðaráð, segir í samtali við Daily Mail að það hafi verið erfitt að taka saman bestu löndin að hans mati. Hann gerir það engu að síður og nefnir Portúgal, Kýpur, Spán, Austurríki og Króatíu.

„Þetta eru þekktir og vinsælir ferðamannastaðir og ég held að það sé góð ástæða fyrir því,“ segir hann.

Spurður út í það hvað það er við Spán og Kýpur sem heillar hann segist hann almennt kjósa að vera í heitari löndum en köldum þar sem meiri veðursæld ríkir.

„Löndin við Miðjarðarhafið eru með besta veðrið, að mínu mati, og ég elska til dæmis matinn sem er hægt að fá þar. Mikið af góðum olíum, sólþurrkuðum tómótum og fersku grænmeti. Það er líka svo rólegt yfir þessum löndum við Miðjarðarhafið og fólkið á Kýpur er með því besta sem ég hef kynnst.“

Bestu strendurnar og besta borgin

Hann segir að Króatía sé með bestu strendurnar og besta borgin til að heimsækja sé Lissabon í Portúgal. Hann segir að út um alla Evrópu séu „faldar perlur“ sem fólk þyrfti að heimsækja.

„Ströndin við Svartfjallaland er æðisleg og ég elska Norður-Makedóníu. Svæðið við Ohrid-vatn er algjörlega stórkostlegt og höfuðborgin, Skopje, lætur manni líða eins og maður sé að ganga í gegnum ógnarstórt safn. Svo er æðislegt að fara í gönguferðir um Slóveníu sem er aftur ódýrari valkostur en til dæmis Sviss eða Austurríki.“

Hann nefnir að Tallin, höfuðborg Eistlands, sé virkilega skemmtileg borg sem minni á miðaldir og forna tíma – sérstaklega gamli hluti borgarinnar. Þá sé hægt að finna skemmtilega markaði í Riga, höfuðborg Lettlands, og fólk megi alveg gefa löndum eins og Rúmeníu og Búlgaríu tækifæri. Þar sé að finna skemmtilegar strandir, vinalegt fólk og góðan mat.

„Albanía, Kósóvó og Serbíu eru líka vanmetnar perlur finnst mér. Og já, heimsækið endilega Sarajevo í Bosníu og kynnið ykkur söguna. Allir þessir staðir eru líka tiltölulega ódýrir miðað við margt annað.“

Ísland ekki ofarlega af einni ástæðu

Luca var svo fenginn til að velja fimm verstu staðina sem reyndist honum einnig erfitt, enda Evrópa hans uppáhalds heimsálfa.

„En á þeim lista er til dæmis San Marínó, landlukkt land innan Ítalíu. Það er erfitt að komast þangað og mjög lítið að gera. Maður sér allt sem hægt er að sjá á nokkrum klukkutímum. San Marínó er fallegt land með fallegum byggingum en ekki staður sem maður myndi fara í frí til.“

Önnur lönd sem eru ekki í sérstöku uppáhaldi er til dæmis Belgía og Hvíta-Rússland. „Belgía er of grá og köld á veturna, finnst mér. Mamma mín og systir mín eru að vísu ósammála mér. Ég naut mín í Minsk í Hvíta-Rússlandi en það er erfitt að komast þangað og þetta er eiginlega eini staðurinn í Evrópu sem er mjög einangraður.“

Hann nefnir svo í fjórða lagi Liechtenstein sem er bæði einangrað og dýrt. Í fimmta lagi nefnir hann svo Norðurlöndin í heild sinni. „Þau eru að mörgu leyti æðisleg og í hópi ótrúlegustu landa heims en gallinn er bara hvað þau eru dýr. Þau eru ekki fyrir ferðamenn sem reyna að halda aftur af eyðslunni. Þannig að ef maður er „á budgeti“ myndi ég forðast, ekki bara Finnland heldur líka Ísland, Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Sviss og Írland eru á svipuðum stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Í gær

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið
Fréttir
Í gær

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“